Endalaus ófriður…

…í mér í eldhúsinu, en eigum við að klára hringinn?

2013-07-07-224048

…ég er nánast alltaf með orkídeurnar mínar í þessum pottum, er alveg rosalega hrifin af þeim…

2013-07-07-224053

…en þar sem að ég setti hlunkana mína tvo (kertastjakana) á eyjuna líka, þá fannst mér þetta verða einum of sko!  Einum of hvað?  Einum of mikið, eða sem sé tvisvar sinnum tveimur of mikið.  Sér í lagi þar sem að báðir turnarnir eru næstum í sömu hæð…

2013-07-07-224143

…hvað er þá til ráða?
Ég tók mína heittelskuðu potta í burtu, og setti þess í stað þennan tvíburapott sem að ég er búin að eiga í nokkur ár…
2013-07-07-224408 2013-07-07-224416

…og hvað svo, að sjálfsögðu setti ég pottinn á bakka (dææææs, ég fer örugglega að fá einhvern bakkaskatt á mig fljótlega)…

2013-07-07-232136

…hlunkarnir fóru á staðinn sem að orkídeurnar voru áður…

2013-07-07-232149

…litla karfann var orðin of lítil fyrir alla löberana…

2013-07-07-224538

…þannig að fallegur taupoki frá Marshalls tók við í staðinn, og tekur svo mikið mikið meira magn…

2013-07-07-224713

…honum var síðan stungið á neðri hæðina á hliðarborðinu, á sama stað og karfan stóð…

2013-07-07-232109
…ný og fín sápupumpa stendur keik á borðinu…

2013-07-07-232228

…og mér finnst svo gaman að sjá hvernig lagið á stútnum svipar til kranans, og já – það er séns að ég pæli of mikið í smáatriðum og eigi ekkert líf :-/2013-07-07-232250
…og þar með er búið að líta í flest horn í eldhúsinu.  Þrátt fyrir að krukkan stóra hafi verið ný, þá er ég mestmegnis bara að endurraða hlutunum sem að  ég átti fyrir, og ég hvet ykkur endilega til þess að prufa að breyta og færa til…

2013-07-07-232431

…þetta er stundum bara spurning um einfalda hluti eins og að setja bakka upp á hlið, og jafnvel þó að þið eigið ekki einhverja skrautlega bakka, þá er einfalt að breyta þeim þannig að þeir verði meira dekoratífir…

2013-07-07-232458

…eða bara að hækka einn stakann hlut aðeins upp, til þess að mynda fallega grúbbu...

2013-07-07-232520 …eða í það minnsta, bara gera hlutina í kringum sig þannig að þér og þínum finnist vera fallegt, því að munið:

Að heima er best  ♥2013-07-07-232539

7 comments for “Endalaus ófriður…

  1. 15.07.2013 at 12:57

    sápupumpan er æði!

  2. Vala Sig
    15.07.2013 at 15:47

    Fallegt hjá þér

  3. Guðrún Björg
    15.07.2013 at 19:21

    Var að horfa á Orkídeuna þína, ég held ég hafi nefnilega klippt mína of neðarlega. Klippti af stilkinum sjálfum, hún braggast svo sem mjög vel, blöðum fjölgar endalaust en var að hafa áhyggjur af því að hún myndi ekki blómstra aftur þar sem ég tók af stilkinum…hef ég eyðilagt hana? 🙁 Dauðlangar svo í svona stórar krukkur undir morgunkornið – öfund!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.07.2013 at 01:36

      Guðrún Björg,

      engar áhyggjur, þú ert ekkert búin að eyðileggja þó að þú hafir klippt neðarlega. Ég hef tekið sumar og klippt stöngulinn alveg niður í botn, og það er í góðu lagi líka. Ef að blöðin eru falleg þá er ágætt að klippa stöngulinn ekki við rót, þá eyðir plantan orku í stöngulinn. En ef blöðin eru ljót, þá er fínt að klippa stöngul við rót og láta plöntuna eyða orku í blöðin.

      Ég skal pósta inn ef ég sé fleiri svona stórar krukkur (þessar voru úr Blómavali) en það er líka til alls konar fallegar krukkur í t.d. Sirku ( en ekki svona stórar).

      Kær kveðja
      Soffia

  4. Helga
    16.07.2013 at 00:56

    Sæl Soffía
    Getur þú sagt mér hvar þú keyptir skiltið Home Sweet Home
    kv. Helga

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.07.2013 at 01:33

      Sæl Helga,

      stafirnir fengust m.a. í Sirku og á fleiri stöðum. En það var seinasta sumar og ég er ansi hrædd um að þeir séu ekki lengur til – því miður 🙁

      kv.Soffia

  5. Berglind
    16.07.2013 at 10:11

    Alltaf jafn gaman að skoða hjá þér 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *