…því að það er mikið einfaldara 🙂
Hljómar þetta ekki gáfulega?
Fyrst af öllu, takið eftir regninu á glugganum – jeminn eini (minnist ekki oftar á veður í þessum pósti – LOFA)!
Ég setti krukkurnar mínar elskuleg í gluggann, og enn einn bakkann við bakið á þeim…
…en mér fannst þetta vera eitthvað svo dökkt, þannig að ég skipti bakkanum út fyrir einn uppáhalds bakkann minn – sem ég fann í þeim Góða á einum góðum degi…
…mér fannst þetta vera eitthvað betra, ekki satt?
…og svo, af því að mér er það greinilega lífsins ómögulegt að vera til friðs. Þá breytti ég einu sinni enn til þess að hafa þetta eins og ég vildi hafa þetta, nei ég er alls ekki erfið eða picky, eða Monica…
…og svona varð endanleg útkoman! Smá upphækkun undir stóru krukkuna, af því að mér finnst alltaf skemmtilegt að hafa mismunandi hæðir á hlutunum. Upphækkunin fannst líka í þeim góða, var gyllt á lit en ég skellti smávegis málningu á þetta…
…ég veit að þið eruð að farast úr leiðindum með póstum úr eldhúsinu, en á morgun ætla ég að halda áfram að “pína” ykkur og færum okkur yfir á hliðarborðið 😉
Þú átt svo mikið af fallegum hlutum 🙂
Langaði að spyrja þig út í orkideu sem ég á. Blöðin eru öll fallin á henni og hálfur stöngullinn er orðinn brúnn þó að ég passi að vökva hana reglulega. Gæti hún blómstrað aftur eða hvað?
Takk fyrir skemmtilegt blogg!
Takk fyrir Ragnheiður 🙂
Ekki vökva hana of oft og settu hana í hvíld núna. Í einhvern bjartan glugga þar sem að sólin skín þó ekki beint á hana. Ég á eina sem var, að ég hélt, alveg að deyja og ég gerði þetta og hún er öll að koma til. Klipptu stöngulinn alveg niður, svo hún sé ekki að eyða orkunni í stöngulinn og fari að setja smá púður í blöðin.
Sem sé, ekki vökva of mikið, bjartur gluggi en ekki bein sól, klippa stöngul 🙂
Svo geturu kíkt á þennann: http://www.skreytumhus.is/?p=14273
Þessi eldhúsgluggi er nú bara skapaður til að vera sífellt að punta upp á nýtt, þá er líka svo gaman að vinna í eldhúsinu 😉
æðislegt… þessar krukkur eru bara flottar