…sem hjálpa til við að gera það meira kósý, og að halda því sæmilega hreinu, því ef allt á sinn stað þá er lítið mál að ganga frá 🙂
#1 Rúmteppi/púðar
Gerir ótrúlega mikið fyrir herbergið. Það þarf ekki einu sinni að vera “alvöru” rúmteppi, það getur líka bara verið fallegt teppi. Önnur lausn er t.d. bara að vera með falleg rúmföt og samanbrotið teppi yfir fótameginn…
#2 Geymslur og skipulag
…fullt af geymsluplássi fyrir leikföng…
…glerkrukkur eru flottar fyrir smádót…
…fallegir pokar fyrir bangsa…
…bastkröfur eru flottar fyrir leikföngin…
…ef allt á sinn stað þá er mjög auðvelt að ganga frá…
…lítil skrúfubox eru snilld fyrir perlur og annað lítið föndur…
…stærri box eru snilld fyrir lego…
…hillur með körfum…
#3 Lampar og falleg birta
…gefa stemmingu í hvaða herbergi sem er…
#4 Litlar töskur og geymslubox
Það er mikið til af fallegum töskum og öskjum, t.d. í Söstrene Greenes og Tiger, og það er kjörið að geyma smádót í svoleiðis öskjum…
…alls konar litlar töskur taka litla dótið…
#5 Teppi/mottur
…gefa ekki bara mjúkt og kósý leiksvæði, heldur geta gefið herberginu svo mikinn svip…
#6 Nýta falin svæði (undir rúmmi, við hliðina á skápum)
…”pils” á rúminu hjá stelpunni, því að við geymum leikföng þarna undir.
…t.d. er ég með þessa gömlu tösku inni í stelpuherberginu, uppi á skáp og í henni er dúkkudót…
…ef þið kíkjið undir rúmið, þá er græna boxið stóra fullt af Dublo, en plastkassinn er með púslum…
…uppi á skáp eru pokar fyrir bangsa, en við hliðina á skápnum sjáið þið töskur – og þegar ekki er búið um rúmið þá geymi ég púða þar…
#7 Myndir/skraut á veggi
…rétt eins og í öðrum rýmum hússins þá er herbergi einhvern veginn ekki tilbúið fyrr en búið er að setja fallega hluti á veggina. Þetta er það sem gefur karakter og það er ótrúlegt hvað þetta breytir miklu í herbergi…
#8 Gluggatjöld
…þegar ég er að velja gluggatjöldin þá forðast ég það eins og heitann eldinn að fara út í “karakter gluggatjöld”, ég fer frekar í fallega liti og mynstur og eitthvað sem að endist lengur og hreinlega, að mínu mati, er fallegra 🙂
#9 Smáatriðin skipta máli
…fánalengjur, stilla upp leikföngum og þar fram eftir götunum…
#10 Skrautmunir
…það er um að gera að vera ekki bara með barnadót inni í barnaherbergjum. Kíkjið í geymsluna og kannið hvort að þið eigið einhverjar gamlar styttur, kertastjaka eða annað skemmtilegt sem gæti verið fallegt í barnaherbergið…
Vona að þetta verði einhverjum til gagns og gamans!
Hjálpar þetta einhverjum?
♥ Eigið yndislegan dag og knúsíbomm ♥
Vá hvað þetta er fallegur póstur.
Alltaf gaman að kíkja hingað.
Flottur póstur…..
Glæsilegur póstur! 🙂
Hrikalega fallegt allt ! 🙂 .. en í lið 2, eru 3 box/kassar .. bleikur, blár og grænn, hvar fást þeir ? 🙂
Þetta hjálpar, þetta er geymt á bakvið eyrað þar sem það er nóg af barnaherbergjum hér sem eru í stöðugri þróun en fá ekki stór makeover.
svo fallegt
Bara snilld!! Fékk fullt af hugmyndum til að gera nýju herbergi drengjanna minna kósí þegar við flytjum 😀 Já og frábær hugmynd þetta með skrúfuboxin og legó! Á tvo legósjúka gorma…er rokin út í byggingavöruverslun að kaupa svoleiðis 🙂
Frábær póstur! Barnaherbergið er verkefni sem ég kem mér ekki í en þetta hjálpar. Geturu bent á staði þar sem fást taupokar undir bangsa og fleira?
Hæ Hildur 🙂
Það fást t.d. svona taupokar í Tiger, og svo er til í Ikea.
kv.Soffia
Jáhá ! þetta er mjög gott að hafa á bakvið eyrað…allamalla ég þarf að fá mér…handa mínum legógaur skrúfu-hirzlur, mjög sneddí. Ég er komin með upp í kok af plastkössunum frá rúmfó, þannig þetta eru allt GÓÐAR lausnir !
Best að skrifa þetta lika niður svo maður muni þetta…hahaha
Bestustu norðankveðjur AS
Sæl Soffía. Langar að vita hvar þú keyptir skúffukassann fyrir legóið? Sé að þetta kæmi sér vel hjá barnabarninu sem er algjör legókall.
Sæl Rannveig,
þetta er bara úr Húsasmiðjunni. Fæst örugglega líka í Byko og svoleiðis stöðum, er snilld fyrir tæknilego-ið 🙂
kv.Soffia
takk fyrir upplýsingarnar.
Alltaf gaman af blogginu þínu!
kv. Gunna
Svo flott allt saman 🙂 hvaðan er myndin með öllum táknunum (eins og sjónpróf)?
Berglind, þessi mynd er diskamotta úr Söstrene Grenes. Sá hana í Smáralind um daginn 😉
Þær eru til á báðum stöðum en ekki inní búð, verður bara að spyrja um hana
Æðislega skemmtilegt að fylgjast með blogginu hjá þér – þú ert alveg rosalega sniðug. Er einmitt búin að vera að græja herbergi fyrir son minn og er búin að nýta mér sniðugar hugmyndir frá þér 🙂 En mig langaði að spurja þig hvaðan fánalengjan í lið 9 er. Hef verið að leita að svona með öðru auganu en ekki fundið neitt nógu spennnandi. Finnst einmitt svo flott að hafa þetta svona í glugganum
Kv. Kristín
Takk fyrir Kristín 🙂
Fánalengjan í #9 er úr http://www.landofnod.com
http://www.landofnod.com/patterned-pennant-fabric-garland/s420568
En yndislegur póstur.
Langar í svona hillur eins og í fyrstu mynd í lið nr.2 … Eru þetta líka ikea hillur sem eru beggja vegna við Trofast eininguna? Hvaða týpa eru þær?
Kær kveðja,
Hlín
æðislegt allt saman!, er einmitt að fara að gera herbergi 1 árs prinsessunnar og margt fallegt og sniðugt, en hvaðan er luktin með fiðrildunum og bambanum, mynd 4 að neðan 🙂
Hún var keypt í Köben minnir mig, því miður.