Target – Threshold…

….ahhhhhhh, já Target!

Það er nú ekki ofsögum sagt að ég get gleymt mér tímunum saman þarna inni.  Síðan, fyrst ég kemst ekki alveg eins oft og ég vildi í búðirnar, þá gleymi ég mér bara á heimasíðunni þeirra.  Hrúga alls konar “drasli” í innkaupakörfur og fer á alls herjar ímyndunarfyllerí.  Agalega gott, smá útrás, visakortið ónotað (því þeir senda ekki til Íslands) og eiginmaðurinn hamingjusamur 😀  Allir vinna, nema Target – en það er allt í lagi því að það er nóg af fólki sem verslar þar í staðinn.

Ég hef áður bloggað um línur sem að þeir setja inn í verslanirnar, eins og boutique-búðirnar sem komu einu sinni, og auðvitað vin minn Nate Berkus, sem á sínar línur þarna.  En núna um daginn var ég að uppgvöta Threshold, kannski hefur þetta verið lengi til þarna en rosalega er margt sem að mig langaði í.  Til að skoða Threshold í Target smellið hérna!

T.d. finnst mér þessar hérna æði!  Efstar eru svona tauservéttur, sem væri nú hægt að gera t.d. púða eða eitthvað dúlló með…

Fullscreen capture 25.5.2013 000349

…og auðvitað löberinn… Fullscreen capture 25.5.2013 000401 Fullscreen capture 25.5.2013 000415…og dúkar… Fullscreen capture 25.5.2013 000431

….ohhhhhhh hallú fallegi drykkjardúnkur…. Fullscreen capture 25.5.2013 000610

….og fagra matarstell.  Mér finnst þetta æði svona í gráu, samt vil ég einhvern vegin alltaf vera með hvíta matardiska, hvað er það?

 Fullscreen capture 25.5.2013 000642

…og flott box undir t.d. sykur eða hveiti… Fullscreen capture 25.5.2013 000858

…krúttaralegar skálar sem að myndu hressa upp á hvaða matarborð sem er… Fullscreen capture 25.5.2013 000928

….þetta væri náttúrulega upplagt með hvítu matarstelli, svona til þess að poppa upp á það…

Fullscreen capture 25.5.2013 000945

…koddu bara sæti minn!  Þú mátt eiga heima hjá mér…

Fullscreen capture 25.5.2013 001023

…og já þið líka, komið bara…

 Fullscreen capture 25.5.2013 001100

…í fyrsta sinn finn ég svona Martha Stewart-anda koma yfir mig!
Mig langar bara að verða svona 50´s húsfrú, taka á móti bóndanum með nýlagt hárið, í svuntunni og bjóða hann velkomin heim 🙂 Fullscreen capture 25.5.2013 001232

…fleiri dúnkar!  Maður getur allaf á sig dúnkum bætt… Fullscreen capture 25.5.2013 001245

…og flottir sápuhaldarar… Fullscreen capture 25.5.2013 001446 Fullscreen capture 25.5.2013 001537

…falleg handklæði…

 Fullscreen capture 25.5.2013 001606

…og rúmsett í fallegum bleikum og gráum tónum…

Fullscreen capture 25.5.2013 001831 Fullscreen capture 25.5.2013 001834

…þessi sett finnst mér líka vera geggjuð, eitthvað skemmtilega einfalt við þau… Fullscreen capture 25.5.2013 001906

…líka til í gráu…  Fullscreen capture 25.5.2013 001937

 …það er greinilega af nógu að velja á rúmið, ekki málið…

Fullscreen capture 25.5.2013 002135

…þessir eru geggjaðir, bæði sem kollar og svo bara kúl sem náttborð eða lítil hliðarborð…  Fullscreen capture 25.5.2013 002315

…eins og sést hér…

Fullscreen capture 25.5.2013 002323 Fullscreen capture 25.5.2013 002326

…og alls konar litir bekkir og púffar… Fullscreen capture 25.5.2013 002404 Fullscreen capture 25.5.2013 002507

…ó fallegu gardínur, þið eruð bara fínar!  Fullscreen capture 25.5.2013 002728

….ahhhhhhhhhh, alltaf gott að detta í heimsókn í Target.

Hvað er uppáhalds?

Ég elska dúnkana, svo mikið er víst, og reyndar bara svo margt fleira 🙂

p.s. afsakið strjála pósta, ákvað að taka mér pínu sumarfrí.  Svona inn á milli pósta, en er ekki búin að gleyma ykkur, neineinei 🙂

p.s.s. er samt að nota tímann og láta mér detta í hug alls konar stórskemmtilegar breytingar sem eru að taka eiginmanninn á taugum…….víííííííí!

3 comments for “Target – Threshold…

  1. Svandís
    01.07.2013 at 07:48

    Ég stunda svona ímyndunarfyllerí á netinu líka jafnvel þó ég geti fengið mér sopa (=fengið sent heim) 😉
    Uppáhalds búðin mín hér í DE er Depot (www.depot-online.de), langar í allt sem er til þar.

    Hafðu það annars gott í sumarfríinu þín ljúfan, njóttu þess að slaka svolítið á 🙂
    knús
    Svandís

  2. Anna Sigga
    01.07.2013 at 10:35

    æii það þurfa allir að taka sumarfrí stöku sinnum 😉 Njóttu bara !

    þetta er allt flott, löberarnir heilluðu mig mest 🙂 🙂

    sumarkveðjur AS

  3. Kristín S
    01.07.2013 at 11:10

    það eru meira að segja útsölur í Target núna………..voða gaman 🙂 var í einni síðast í gær 🙂
    kv. Kristín S

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *