Körfudýr…

…við eigum tvo vini hérna heima.  Þið vitið, þessa loðnu!

2008-06-03-005302

Þeir eru æðislegir, þó ég segi sjálf frá.

Við erum reyndar næstum viss að sá yngri (og ljósari) er ofvirkur, hugsanlega með athyglisbrest, og þyrfti helst að komast á lyf við því.  En ég er ekki viss um að hundar fái meðferð við slíku.  En hann er hinsvegar líka alveg ótrúlega ljúfur og yndislegur…

2011-07-05-113540

Sá eldri, reyndari og vitrari – er að verða 14 ára núna í ár!  Það er ótrúlega hár aldur, og við gætum þess að njóta hans hvert augnablik.  Við höfum átt hann síðan hann var smá hvolpur og hann er svo stór hluti af lífi og hjarta okkar…

2011-07-05-112846

…þegar að við fengum litla dýrið fyrir fjórum árum þá var spennandi að sjá hvernig sá gamli myndi taka honum, svona þar sem að að hann hafi verið kóngur í ríki sínu í svo langan tíma.  En þar sem að hann er einstakur ljúflingur þá tók hann litla strax, og þeir hafa verið bestu vinir frá fyrstu tíð…

2008-06-05-214436

…awwwwww…

2008-06-22-222036

…svona getur hann Stormur okkar legið þegar að hann leggur sig, kreisí dog…

2011-05-03-122241
…en án þess að ég ætli að röfla um hundanna daglangt, þá vantaði þá nýtt svefnbæli.  Auðvitað fann ég það síðan í Gutez, það er reyndar aaaaaaðeins of lítið fyrir þá tvo, en í það minnsta dugar það til í bili…

2013-05-31-215642

…ég málaði það bara með grunni, og þið sjáið hvernig það glittir í brúna litinn.  Þá tók ég bara hvítt sprey og spreyjaði yfir restina…

2013-06-12-174317

…gamli beið spenntur eftir nýju rúmi…

2013-06-13-200530

…þið sjáið bara hvað þeir eru miklir vinir, sá ungi sér alfarið um að hreinsa eyrun á gamla vini sínum…

2013-06-15-151820

…það er sönn ást held ég…

2013-06-15-151832

…eða sönn vinátta…

2013-06-15-151846

…og auðvitað er haldið utan um hálsinn á meðan…

2013-06-15-151920

…að lokum var karfan orðin þurr…

2013-06-17-021335

…og fékk að koma inn í hús…

2013-06-17-021523

…og var mátuð…

2013-06-17-021553

…júbb, alveg sáttur…

2013-06-17-021612

…en eiginmaðurinn var fljótur að benda á að það væri ekki séns að þeir gætu báðir komist í körfuna, en þeir afsönnuðu það í hvelli…

2013-06-18-131329

…mér finnst þetta svo fyndin mynd! Þeir voru svo innilega gripnir í bólinu…

2013-06-18-131349

…en hins vegar, já – leitin að hinu rétta bæli heldur áfram, þetta er helst til lítið 😉

2013-06-18-131355

6 comments for “Körfudýr…

  1. María
    21.06.2013 at 08:47

    Þetta eru yndislegar myndir af þeim og gaman að sjá hvað þeir eru góðir saman.

  2. 21.06.2013 at 09:11

    Þeir eru svo yndislegir að mig langar að knúsa þá og hlaupa svo út og kaupa mér 2 hunda líka! 🙂 yndislegir alveg hreint.

  3. Gauja
    21.06.2013 at 09:27

    Guð en yndislegir félagar

  4. Anonymous
    21.06.2013 at 11:55

    Vá hvað þeir eru yndislegir 🙂

  5. Bogga
    21.06.2013 at 17:00

    Póstarnir þínir eru alltaf skemmtilegir, en þessi er alveg einstaklega fallegur 🙂 takk fyrir þessar yndislegu myndir.

  6. Kristjana Henný Axelsdóttir
    24.06.2013 at 10:01

    Þetta eru yndislegar myndir af greinilega góðum vinum, ef þú hinsvegar finnur stórt bæli sem rýmar þá báða þá er ég á höttunum eftir bæli handa mínum…er með einn súkkulaði brúnan labba :O) hann vantar tilfinnanlega bæli!

    kv.Krissa

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *