…er dásemdar gimsteinn sem leynist á Skúlagötu hér í Reykjavík.
Versluninn selur gamla muni, aðallega frá Hollandi og Belgíu, og er gjörsamlega eins og ævintýraheimur 🙂
Smellið hérna til að komast á Facebook-síðu Húsa Fiðrildanna!
…eins og sést á þessum pósti þá gat ég vart hætt að taka myndir, þannig að ég leyfi þeim að tala fyrir mig að mestu í dag…
…gull og gersemar, og allt saman svo fallegt…
…það er vart hægt að velja á milli…
…passar fyrir prinsessur…
…ofsalega falleg brjóstmynd…
…og svo fallegar Maríu-styttur…
…og aðrar trúarlega styttur…
…svo ekki sé minnst á stellin. Ég þekki nú nokkrar blúndur sem myndu missa sig yfir þessu…
…fallegt…
…og hnettir af öllum stærðum, svo margir flottir…
…útsaumsmyndir…
…og bleika glerið…
…ohhhhhhhhh – bjútífúlt…
…gordjöss risalukt…
…stór landakort…
…þessir lampar eru svo sérstakir og flottir, þeir eru alveg svona royal…
…fleiri stell…
…geggjuð horn…
…alls konar gamlar myndavélar, sem eins og við vitum öll eru alveg dásemdar skraut…
…gömul box, og auðvitað Tinnaboxin…
…það væri ekkert smá flott að fá sér svona stærri og minni hnött og hafa þá saman…
…bambaljós…
…stóru flugvélarnar væru frábærar sem skraut í strákaherbergin…
…myndin þarna fyrir ofan væri sérlega yndisleg í barnaherbergi…
…það er eitthvað endalaust fallegt við svona litla bolla, hverjir hugsa um litla bollann sem talaði í “Fríða og Dýrið”-Disneymyndinni?
…þessi gömlunáttborð, með marmaraborðplötunni, heilluðu mig upp úr hælaskónum…
…pípur, bara flottar…
…þessir þrír eru bjútifúl saman, mynda flotta grúppu…
…það er svo skemmtileg andstæðan að setja svona sterka og módern liti í þessa gömlu stjaka…
…”Hello, is it me you´re looking for?”…
…Mjallhvít og Gibbagibb, flott par…
…stóru landakortin sem eru til þarna, þau er bara æði…
…og svo flottir gamlir stafir…
…bambapúði. BAMBAPÚÐI!!!
…ég meina, vááááááú…
…þessi flugvél, gráir veggir, strákaherbergi = perfection…
…og fyrir utan. Maður stenst þetta ekki…
…þessi kassi, þessi horn…
…þetta borð…
…snagabrettið…
…og bara guli stóllinn, það má alveg bæta honum við í strákaherbergið með gulu flugvélinni…
…það væri ekki leiðinlegt að skreyta fyrir utan hjá sér á jólum með þessum hérna…
…þvílík smáatriði, englasnagar á snagabretti…
…það er engum ofsögum sagt um þessa búð, hún er bara dásemd…
…svo er komið að smá getraun. Einn hlutur kom heim með mér (húrra!! og þvílík sjálfstjórn, bara 1 hlutur!) –
viljið þið reyna að giska á hvaða hlutur það er? 🙂
Að lokum langaði mig að þakka ykkur hjartanlega fyrir frábærar viðtökur við gjafaleiknum, það er ekki ekki hægt að segja of oft að þið eruð yndisleg ♥
Ef þið hafið aldrei kíkt þarna við þá skora ég á ykkur, því að sjón er sögu ríkari!
Smellið hérna til að komast á Facebook-síðu Húsa Fiðrildanna!
Ég sé á myndunum þínum að þetta er voða fín búð en það er engin leið að giska hvað kom með þér heim. Þetta eru milljón hlutir á myndunum.
Kannski flugvélin í strákaherbergið sem þú ert að taka í gegn fyrir litla manninn.
Giska á Maríu-styttu…..þær eru endalaust fallegar 🙂
kv. Bogga
Þú renndir þér heim á sleðanum 😉
Flott búð! En ég held að þú hafir alveg örugglega keypt bambapúðann.
Frábært að fá myndir af búðinni því ég á sjaldan leið niður í bæ á þessum opnunartíma. En það var líka bara einn hlutur sem heillaði mig og hann var fyrir utan búðina, bleikt á lit.
kv,
Anna
Ég giska á að Bamba púðinn hafi stolist með þér heim 🙂
Snjósleðinn?
Þessi búð er bara ÆÐI, það hafa þó nokkrir hlutir fengið far heim til mín frá þeim. En hvað fór heim með þér,ehem :)giska á bamba púðinn eða hnöttur eða sleðinn 🙂 Segi bamba púðinn, hann er flottur ens og allt í þessari búð 🙂
Kv Sigga
Mjallhvít fór með þér heim 😉 og já , þessu búð er algjört æði 😉
þú fékkst þér hnött eða landakort í strákaherbergið 🙂