…inn um glugga til fortíðarinnar. Það er eitthvað við gamlar ljósmyndir sem er svo ótrúlega heillandi. Sjá hvernig fólkið klæddist, lifði og hvernig umhverfið var. Þar sem að ég er yngsta barn foreldra minna, sem eru komin vel yfir sjötugt í dag, þá hitti ég aldrei móðurömmu mína, eða afana tvo. Hins vegar hef ég myndað viss “”tengsl” við þau í gegnum gamlar ljósmyndir, þið vitið – ég “þekki” þau þaðan.
Ákvað að deila nokkrum með ykkur í dag, og vona að þið hafið gaman af líka…
Þetta er hún mamma mín litla, á Bergstaðastrætinu í Reykjavík. Mikið vildi ég óska þess að eiga þennan dúkkuvagn hennar í dag…
…aftur mamma litla. Í þetta sinn með dúkkurnar sínar, og slaufu í hárinu sem að ögrar þyngdaraflinu – svona á að gera þetta…
…mamma og vinkonur hennar, sennilegast 12-13 ára, enda svakalega “gelgjulega” klæddar 😉
Yndislega fínar og prúðar dömur…
…mamma mín til vinstri og Soffia móðursystir mín hægra megin, peysan sem hún er í var hvít og blá – það veit ég af því að ég á hana enn og notaði hana mikið sem unglingur…
…Soffia, nafna mín, og litla dóttir hennar (nafna dóttur minnar) – maður fær nú alltaf svona nostalgíukast að sjá gömlu jólin, ekki satt? Straujárnið sést líka þarna í baksýn, og auðvitað Hagkaupssloppurinn á sínum stað…
…stóra systir mín, og aftur, æðislegur dúkkuvagn. Sixties fílingur í fullu swingi…
…aftur stóra systirin, og takið eftir rúminu? Þetta er einmitt rúmið sem stendur í dag inni hjá litla manninum, búið að þjóna famelíunni síðan 1962 – og hana nú…
…nafna mín, systir og afi – á tröppunum á Bergstaðastræti. Hagkaupssloppar og trévagnar, og flókaskórnir hans afa – yndi!
…amma og afi í stofunni heima hjá sér, eins og sést hafa blóm verið sett í vasa og þess gætt að hafa þau inni á myndinni beggja vegna við þau. Nóg af útsaumi og blúndur á borðum…
…mamma, þessi minnsta, og fjölskylda hennar á ferðalagi um landið. Töluverður munur á þessari mynd og myndunum af flíspeysufólkinu sem ferðast um landið í dag, þetta var gert með stíl þarna. Síðan má spekulera hvaða vaxtarhormón bræðrum hennar mömmu var gefið, þar sem þeir tróna eins og ljósastraurar miðað við lávöxnu fjölskylduna…
…mamma í afmælisboði hjá vinkonu. Finnið þið ekki bara súkkulaðiilminn úr bollanum?
..afi á baki, og það var nú ekki flókinn útbúnaðurinn þarna. Þar sem að þau bjuggu á Bergstaðastræti í Reykjavík, voru hestar, grísir og hænur í garðinum…
…móðir mín sæl með peysufatakrullurnar sínar, svo falleg…
…nei sko, og pabbi litli með eyrun sín. Ég átti aldrei séns 🙂
…pabbi ungur að uppgvöta hvar hæfileikar hans liggja…
….töffarinn hann pabbi, góðir sokkar…
…awwww mamma, móðursystir og vinir. Svona í alvöru, hversu yndislegir eru þessir kjólar og föt? Slaufurnar í hárinu? Dásemd!
...pabbi á steini, í fýlu grey kallinn (kannski heyrði hann hvað ég sagði um eyrun áðan?)… ….litlar slaufur í garðinum…
…ekkert Ipad kjaftæði, bara fleytt kerlingum…
...fleiri stylish ferðalög…
...síðan finnst mér þessi bara svo falleg 🙂 Stóra systir, og held ég langamma…
Ástæðan fyrir að ég fór að hugsa um gömlu myndirnar var sú að Þjóðminjasafnið hefur opnað sýningu á ljósmyndum eftir Sigfús Eymundsson,
Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar má skoða sem listaverk en um leið eru þær ómetanleg heimild um Ísland 19. aldar; mannlíf, náttúru, byggðarþróun og þannig mætti áfram telja.
Ég var nefnilega að mynda mynd, hérna heima hjá mér. Af barni sem ég veit ekki hver er, þarf að kanna hjá mömmu og pabba, og þessi mynd er tekin af Sigfúsi…
…í það minnsta er ég viss um að þetta er spennandi sýning að skoða!
Svo má alltaf velta upp hvort að ykkur finnst gaman að sjá svona gamlar myndir endrum og sinnum? Við gætum líka hlegið hressilega með því að skella okkur í 80´s fílinginn, uhhh? 🙂
Þetta finnst mér æði 🙂 ég elska gamlar ljósmyndir sem sýna hvernig fólk var klætt á sínum tíma 😀
yndislegur póstur í dag Takk ! 🙂
kveðja AS
Ohh svo sannarlega dásemd!
Ég elska að skoða gamlar myndir 🙂 Verður að upplýsa þegar þú kemst að því hvaða barn er á myndinni…
Elska þessar myndir og allar gamlar myndir 🙂 það eru allir svo vel til fara engir magbolir og nærbuxur upp úr buxum takk fyrir 😉
Yndislegar myndir og pósturinn í heild 🙂
Oh eeelska gamlar myndir, yndislegur póstur.Ég ætla einmitt á sýninguna um helgina, elska gamlar myndir. Stundum vildi ég að það væru bara til svarthvítar myndir…amk af mér…og ekki video með hljóði…sérstaklega ekki með mér ;)Þegar maður horfir á gamlar myndbandsupptökur sem búið er að setja klassíska tónlist undir þá virkar alltaf einsog allir séu að tala um einhverja hámenningu 😉