….búa öll litlu skógardýrin. Bambarnir, auðvitað, kanínur, fuglar og fiðrildi – og allir safnast núna saman á einum stað í herbergi heimasætunnar 🙂
Byrjum á byrjuninni, eða í rauninni endanum, því sem að ég fann í þeim Góða. Taaaaadaaaaaa…
…er það bara ég, eða er þessi ekki dásamlega fallegur?
…þessi yndislegi bleiki litur og hvað hann er svona “passlega sjúskaður”. Luvs him ♥
…hann minnir náttúrulega á hinn bakkann sem ég fann líka í þeim Góða, nema að hann er með sægrænbláa litnum góða…
…en þar sem að þessi er svona bleikur þá er hann nú kjörinn á snyrtiborðið fallega (frá Húsi Fiðrildanna)…
…ramminn í glugganum er frá Ikea, en ég tók hvíta karton-ið og klæddi það í skrapppappír, en sjáið þið kertastjakann?…
…hann er alveg yndislegur, keyptur í Bahne í Köben, rétt fyrir jól…
…og já, hann er enn fallegri þegar að búið er að kveikja á kerti í honum…
…síðan þegar að horft er á gluggann í heild sinni…
…þá taka kannski glöggir eftir þessum tveimur fuglabúrum frá Söstrene Greenes, sem notuð í afmæli heimasætunnar endur fyrir löngu..
…ég setti þau reyndar upp um páskana
…en þau voru bara eitthvað svo obbalega krúttaraleg að þau hafa bara fengið að hanga áfram í glugganum, alveg hreint án þess að það votti á páskunum…
…nema þá kannske í litlu krúttaralega pastel páskaeggjunum sem að fá að vera áfram líka, en hver segir að maður geti ekki skreytt með pastellituðum eggjum á öðrum tíma en bara um páska?
…síðan gera lengjurnar náttúrulega voða mikið fyrir gluggann, og ég hreinlega festi bara búrin neðst í þær…
…síðan hef ég líka fest svona litla kristalla neðst, til þess að sólin útbúi litla regnboga inni hjá dömunni, henni þykir það sko ekkert leiðinlegt…
…en svona í alvöru, finnst ykkur stjakinn ekki yndislegur?
Hann er svona fööölbleikur, og með alls konar skógardýrum á…
…ungi litli…
…stundum liggur fegurðin í smáatriðunum…
…og eins og það sé ekki nóg um, þegar að búrin, bakkinn og bjútifúl kertastjakinn koma saman…
…þá bæti ég um betur og kynni ykkur hér með fyrir bamba litla…
…1, 2 og allir saman: awwwwwww. Þessi er úr Húsgagnahöllinni og ég bara kolféll fyrir honum um leið og ég sá hann. Það eru til alls konar týpur, hundar, kanínur og allir yndislegir ( Mars & More púðar, getið skoðað þá með því að smella hér)…
…ég get svo svarið það að ég á hugsanlega eftir að “stela” þessum fram í stofu um jólin 🙂
Eigið yndislega helgin krúttin mín, farið vel með ykkur og verið góð hvert við annað
♥ knúsar ♥
þessi púði er bara nokkrum númerum of sætur
Jeminn hvað mig vantar svona púða 🙂
Mikið rosalega er þetta allt fínt, ég væri alveg til í að eiga nokkra hluti sem þú sýndir.
Bambapúðinn er æði og stjakinn líka, og auðvitað allt hitt.
Mig langar svo að forvitnat hvar þú fékkst lengjurnar til að festa fuglabúrin