Ó Mosi minn…

…eins og ég sagði ykkur frá hérna, þá eru yfirvofandi breytingar í herbergi litla mannsins…

bwScreen Captures52

…en ég var líka búin að segja ykkur frá því að ég á svo fallegan vegglímmiða frá Mosi.is, sem að mig hefur langað svooooo lengi að setja á vegginn….

 Vandamálið var hinsvegar það að málingarvinna er á döfinni og þá er erfitt að vera með svona vegglímmiða.  Hvað gera skreytur þá?

Redda sér!

2013-06-04-184130

…fékk mér sem sé Virserum-ramma frá Ikea, í 50×50…

2013-06-04-103117

…mátaði síðan límmiðan fagra við og fann rétta staðinn…

2013-06-04-103203

…tosaði af glansandi pappírinn, þannig að stafirnir eru eftir á þunna pappírnum…

2013-06-04-170551

…síðan límdi ég miðann framan á glerið, ATH framan á glerið…

2013-06-04-170925

…það þýðir að ég er með ramma sem er með stöfunum, og ég get ráðið hvort að ég hef einhverja bakhlið (efni, pappír, ?), eða nota bara glerið þannig að liturinn á veggnum kemur bara í gegn…

2013-06-04-171048

…til að byrja með þá setti ég efnisafgang sem ég átti á bakvið glerið…

2013-06-04-183634

…og mér finnst þetta bara koma fallega út…

2013-06-04-184130

…þetta þýðir líka að það er hægt að færa þetta hvert sem er, og setja eitthvað meira “”fullorðins” á bakvið eftir því sem að barnið eldist…

2013-06-04-184138

…og svo eins og þið sjáið þá er bara alls konar dóterí í hillunum, þar sem að þetta er aðaldótahillan hjá litla manninum…

2013-06-04-184417

…sumir muna kannski eftir því að seinasta sumar fann ég tvær krúttaralegar myndir inn í herbergi hjá litla kallinum…

…og sá Góði bætti núna um daginn tveimur til viðbótar…

2013-06-04-200750

…og báðar með svona sætum voffum á…

2013-06-04-200814

…og mér finnst þessar myndir vera næstum einum, eða jafnvel tveimur númerum of sætar…

2013-06-04-200736

…á eftir að finna þeim góða stað í herberginu, eftir meikóver…

2013-06-04-200821

…þangað til fá þær að kúra á hillunum…

2013-06-04-200832

…en finnst ykkur þetta ekki bara svoldið sniðug lausn?

Ef þið viljið kaupa ykkur límmiðann frá Mosa þá farið þið bara inn á www.mosi.is, endalaust fallegar vörur 🙂

2013-06-04-200901

…ætla reyndar ekki að nota þetta efni til frambúðar, heldur finna gjafapappír sem er einfaldari…

2013-06-04-200906

…Viddi var alla veganna sáttur við þetta, kvartaði ekki neitt og bara steinþagði…

2013-06-04-201057

…en svona er þetta í bili…

2013-06-04-201144

…þangað til næst…

2013-06-04-201147

…eruð þið ekki alveg enn að nenna að lesa eða hvað? 🙂

Reynum að njóta dagsins, knúsið þá sem ykkur þykir vænt um og lifið í núinu!

2013-06-04-213444

20 comments for “Ó Mosi minn…

  1. Ása
    05.06.2013 at 08:51

    Svakalega er þetta sniðug lausn með límmiðan, Ég er einmitt í “makeover” í herbergjum dætra minna og gæti vel hugsað mér að stela þessari hugmynd eins og þessari með himnasængina (hún er í framkvæmd núna). Fæ aldrei leið á að lesa hjá þér og er búinn að vera að fletta í gegn um gamla pósta undanfarið.

  2. Gauja
    05.06.2013 at 08:56

    þetta er sko snildarlausn

  3. Sigga Rósa
    05.06.2013 at 08:59

    Frábær póstu hjá þér eins og alltaf:) Góð lausn, sérstaklega þegar verið er í leiguhúsnæði, þá er ekki sniðugt að líma á veggi. Límmiðarnir endast örugglega betur svona.

  4. María
    05.06.2013 at 09:08

    Sniðug að setja þetta á svona ramma.

  5. Audur
    05.06.2013 at 09:31

    Snillingur einsog alltaf. Eeeelska líka þessar krúttulegu vintage myndir.

  6. Óla
    05.06.2013 at 09:42

    Fallegt herbergi litla mannsins. Sniðug lausn 🙂
    Hvar fékkstu þennan fallega heimslampa

    Kv. Óla

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.06.2013 at 09:47

      Hæ Óla 🙂

      Þessi var keyptur í Tiger, fyrir ca 3 árum!

  7. Guðríður
    05.06.2013 at 10:47

    dásemd! eins og allt sem þú tekur þér fyrir hendur 🙂

  8. 05.06.2013 at 13:03

    Ekkert smá flott ! snillingur 🙂

  9. Lilja
    05.06.2013 at 13:19

    Frábær hugmynd að setja límmiðann á ramma, þú ert algjör snilli.

    Btw þá sá ég manninn þinn í múrbúðinni í fyrradag og var næstum því búin að segja hæ, svo fattaði ég allt í einu, nei heyrðu hann þekkir mig ekkert, ég þekki hann bara…. hahaha, svona er maður orðinn af því að skoða síðuna þína daglega, finnst maður bara þekkja familíuna þína 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.06.2013 at 13:37

      Muhahaha 😀 Þú hefir bara átt að heilsa honum, hann var einmitt að kaupa sprey og lím fyrir mig!

      Takk fyrir þetta komment, algerlega hláturskast dagsins 🙂

  10. Krissa
    05.06.2013 at 16:40

    Vá ekkert smá sniðugt að setja textan í ramma!!!
    Myndirnar eru gordjöss!!

    Ein spurning sem kemur pósti dagsins ekkert við, en…um daginn varstu að endurnýta krukkur.. ég er að fara að gera nokkrar svoleiðis en hef ekki fundið band til að setja á þær, hvar keyptirðu það?

    Ok… læt aðra spurningu fylgja, lumar þú á einhverjum sniðugum borðskreytingum fyrir brúðkaup með efni úr náttúrunni, málið er að ég er að fara að (endalaust .. að) gifta mig í september og mig langar að nýta efnivið úr náttúrunni…æ það er alltaf gott að sjá hjá öðrum hvað þeim dettur í hug(sérstaklega frá þér,þú ert svo mikið yndi) ;o)

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.06.2013 at 02:13

      Sko Krissa, ég held að ég sé farin að kalka eitthvað því að ég get ekki fyrir mitt litla líf munað hvaðan þetta hvíta band er. Dettur hest í hug að ég hafi keypt það í Ikea fyrir jólin – en er samt ekki viss! Ef hausinn á mér hrekkur í gang þá skal ég setja inn upplýsingar um þetta.

      Varðandi skreytingar úr náttúrunni þá er náttúrulega ýmislegt sem kemur til greina. Þó þarf alltaf að gæta þess að vera ekki of náttúrulegur, eins og taka eitthvað inn sem að getur síðan verðið með gesti sem skríða út á hvítann dúkinn (pöddur sem sé). Það gæti t.d verið fallegt að safna saman alls konar krukkum, í mismunandi hæðum, nokkrar í grúbbur á hvert borð og setja í þær alls konar villt sumarblóm. En það fer svoldið eftir stemmingunni sem að þú vilt hafa, hvernig er salurinn, og hvernig andrúmslofti viltu ná fram.

      Þegar að ég gifti mig þá notuðum við birkigreinar sem að við festum við súlur, settum síðan lítil glerglös á og lifandi blóm í þau. Sjá hér: http://www.skreytumhus.is/?p=2712 og hér: http://www.skreytumhus.is/?p=2713

      Þér er líka velkomið að senda mér línu á póstinn minn og segja mér nánar frá þessu og ég skal reyna að ráðleggja þér!

      Svo ertu bara yndi sjálf 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.06.2013 at 19:33

      Ahhhhhhhhh….held að hvíta snærið hafi verið keypt í Tiger 🙂

      Takk heili!

  11. Elva
    05.06.2013 at 21:15

    Algjörlega brilliant hugmynd að líma þetta á myndaramma. Kemur rosalega flott út og flottur bakgrunnur. Ég hef einmitt verið svo rög við að setja límmiða á veggi svo þetta trix gerir það að verkum að maður lætur frekar slag standa.

    Takk 🙂

  12. Guðrún
    05.06.2013 at 21:41

    Dásamleg hugmynd að setja þetta framan á rammann. Á klárlega eftir að prófa þetta því mig langar einmitt svo í svona límmiða og fleiri frá þeim. Frábær síða hjá þér, kíki reglulega hingað inn og nýt þess að skoða gömul blogg líka.

  13. Sveinrún Bjarnadóttir
    06.06.2013 at 01:29

    Alger draumur þessi síða þín;)

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.06.2013 at 02:14

      Awwwww – takk Sveinrún 🙂

  14. Soffia - Skreytum Hús...
    06.06.2013 at 02:16

    Takk fyrir allar saman 🙂

  15. Hugrún
    12.06.2013 at 08:27

    Þessi síða er náttúrulega bara ÆÐI! Mig langaði að forvitnast með brúnu hilluna sem er eins og grein, er þetta e-ð sem þið gerðuð sjálf eða keypt? Hún er ekkert smá flott 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *