Litaflóran…

…inni í herberginu hjá heimasætunni minni fær margar fyrirspurnir.  Ég ákvað, fyrst að ég er ekki enn komin með fullt af nýjum verkefnum (þó eru mörg í deiglunni), að sýna ykkur nokkrar myndir innan úr herberginu hennar og gefa upp liti og smá upplýsingar…

2012-10-01-175629

…margir hafa spurt um litinn á fallega borðinu sem að ég keypti hjá Húsi Fiðrildanna.  Ég spurði sérstaklega um hvaða litur þetta væri, því að borðið var svona málað þegar að ég keypti það, og fékk það uppáskrifað á miða.  Síðan í mínu gífurlega skipulagi þá týndist blessaður miðinn og það var alveg sama hvað ég leitaði.  Ég sendi fyrirspurn á Hús Fiðrildanna og þau fundu því miður ekki fötuna.  En vitið þið hvað?

Ég barasta fann miðann núna um daginn, og hér kemur það sem skrifað er á hann:

Lady Málning, S1040 B50G, Halfslank, Tre Panel

Vona að þetta nýtist einhverjum…
2012-09-27-235952

…liturinn er mjög fallegur en hann er nokkuð skær, þetta er ekki svona mildur sægrænblár…

2012-10-01-182712

…stóllinn var spreyjaður með spreyji sem að ég keypti í Exodus á Hverfisgötu, en ég veit að það fást líka rosalega margir litir af spreyjum í Litalandi í Borgartúni og auðvitað í Húsasmiðjunni

2013-01-21-155641

…ég man því miður ekki litinn á því, en hins vegar get ég sagt ykkur að ég spreyjaði stólinn bara beint, vann hann ekkert undir…

2013-01-21-155702

…hann hefur haldið sér vel, en það er gott að hafa í huga að eiga aukasprey til þess að laga aðeins til, ef þú fílar ekki að hafa þetta smá svona rustic…

2013-01-21-155707 2013-01-21-155731

…síðan er náttúrulega alltaf æði að kaupa svona gærur í Ikea og leggja í stólana, eða á rúmið, og það virðist vera endalaust gaman að nota þær í alls konar leiki.  Plús, ef það eru til svona vængir – þá bara að skreyta með þeim…

2013-01-21-155815 2013-01-21-155828

…liturinn á veggjunum er:

Mosagrænn í dömuherbergi.

2013-02-10-204731

…og munið að skreyta veggina inni hjá krökkunum, það gerir svo mikið og er fallegt…

2013-02-10-205010

… og þarf alls ekki að kosta margar krónur…

2013-02-10-205422

…himnasængin yfir rúminu er eins einföld í sníðum og hægt er…

2013-02-10-205408

…tvær blúndugardínur úr Ikea saumaður, eða bara festar saman með nælum og lagðar yfir svona típískt útipottablómahengi.  Þetta er frá Blómavali og kostaði eitthvað undir 800kr…

2011-07-14-190714

…og kemur svona út…

2012-10-01-182250

…bakkar eru líka góðir í barnaherbergi.  Þeir draga saman fullt af litlum hlutum, og gera heildarmynd úr þeim, gera litla grúbbu…

2013-02-10-205429 2013-02-10-205912

…litlar töskur eru fallegar, geyma alls konar smáhluti og gera upphækkun fyrir aðra stærri hluti – win win 🙂

2013-02-22-172002

…litla kanínan er búin að fjölga sér…….eins og kanína 😉
2013-02-22-172040

…gardínan heitir Vivan og er frá Ikea…

2013-02-22-172117

…húsahillan var keypt í Tekk á sínum tíma, 2005, og ég hef ekki séð þær síðan…

2013-02-22-172119

…en ef einhver vill fara að smíða sér svona þá eru hérna málin á henni, bara muna að það þarf að hækka hillurnar ef þið viljið að frú Barbie getið staðið upprétt án þess að reka hausinn uppundir…

…hér er hún síðan, stúlkan mín yndislega sem að herbergið á.

Þetta óskabarn kom í heiminn 2006 og gaf mér kost á því að verða mamma, og svo mikið er víst að það er besta hlutverkið sem að maður getur nokkurn tíman komist í.

Ég vona að bloggleysið seinustu viku hafi ekki farið of illa með ykkur 🙂

*knúsar*

2013-02-11-173443

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Litaflóran…

  1. Gauja
    27.05.2013 at 09:06

    alltaf jafn fallegt herbergi

  2. 27.05.2013 at 10:12

    Mikið gaman að þú sért komin aftur !!
    hlakka til að halda áfram að fylgjast með, þú getur ekki ýmindað þér hvað ég hef fengið mikinn innblástur frá þér 🙂 þú ert fyrsta síðan sem ég kíki inn á daglega :Þ þú ert sannarlega favorites !

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *