Orkídeur…

…eru mjög nálægt því að vera uppáhalds blómin mín.  Þær eru svo fallegar, og svo eru þær svo “dekoratívar” í herbergjum.. Þar sem að blóm eru nú ekki ódýr hérna á skerinu okkar, þá stend ég mig að því að kaupa oftar blómstrandi orkídeu en vönd.  Enda á ég orðið einar 12 eða 15 stk 🙂

2011-07-01-003924

Það góða við það er hins vegar að ég er nánast alltaf með eina blómstrandi hérna heima, og stundum fleiri.

Ég hef fengið mikið af fyrirspurnum um hvernig ég komi þeim til þess að blómstra aftur, og hér koma tipsin/trixin sem að ég hef prufað sjálf og hafa gefið mér góða raun.

2011-07-12-230924

Vökvun: margir halda að það þurfi alltaf að vera að vökva orkídeur en svo er ekki raunin.  Það er talað um að vökva þær á 5-12 daga fresti, og það hefur reynst mér vel.  Ég hugsa að ég skvetti aðeins á mínar með 2ja vikna millibili. En þá set ég þær oftast undir rennandi vatn og bleyti vel í þeim.  Yfir sumartímann, þegar að það er meiri hiti og sól þá getur þurft að auka vökvunina.

2012-10-18-220904

Staðsetning:  Yfir veturinn þá leyfi ég alltaf einhverjum orkídeum að standa í eldhúsglugganum mínum (sem snýr í austur), en um leið og júní kemur þá tek ég þær í burtu því að annars þá brenna blöðin í sólinni (verða gulhvít).  Þá flytja blessaðar, blómastrandi orkídeurnar yfir á eyjuna í eldhúsinu.  Þá eru þær í góðri birtu en ekki beinni sól.  Helsta ástæðan fyrir því að orkídeur blómstra ekki en ónóg birta.  Eins reyni ég að gæta þess að hafa þær í glugga, eða í nægri birtu á meðan þær eru í pásu – en ekki í beinu sólarljósi – og færi þær í meiri kulda, ok?

2011-04-05-171919

Umpottun:  Ef þið ætlið að umpotta, ég hef t.d. tekið tvær og sett saman í glervasa, þá þurfið þið að vera með sérstaka orkídeu-mold (spænir).  Ljósu ræturnar sem að þið sjáið standa út í loftið, eru svo kallað loftrætur.

2013-03-28-111426

Áburður: ef þið ætlið að gefa orkídeunum ykkar áburð þá þarf að gefa þeim súra þrumu, en ég hef lítið sem ekkert verið að nota svoleiðis á mínar.

2012-09-30-205725

Stilkarnir og blómin: Þegar að orkídean ykkar hættir að blómstra, þá er tvennt í boði.  Ef blöðin á henni eru ekki sterkleg og heilbrigð, heldur meira svona krumpuð og lin, þá skaltu klippa stilkinn eins neðarlega og hægt er.  Svo að blómið sé ekki að eyða kröftunum í stilkinn, frekar í blöðin sín.
En ef blöðin eru frískleg, þá geturu klippt á stilkinn við hnúðinn sem er næst efstur (fyrir neðan þar sem að hún blómstraði).  Þá gæti orkídean tekið fyrr við sér og jafnvel sett út tvo stilka.  

2012-10-18-172526

2012-11-24-155403

Jæja, svona er það þá.
Ég veit ekki hvort að þetta hjálpi ykkur eitthvað en þetta er það sem hefur nýst mér vel!

*knúsar*

2013-05-01-202050

27 comments for “Orkídeur…

  1. Gauja
    16.05.2013 at 12:30

    þessar upplýsingar eru æðislegar… ég fer alltaf með mínar til mömmu þegar þær liggja í dvala og fæ þar til baka blómstrandi :-þ

  2. Halla
    16.05.2013 at 17:21

    Ég á einmitt þrjár í blóma hérna en mitt “trix” er að hafa þær í glærum pottum 🙂
    kv.
    Halla

  3. Aðalheiður
    16.05.2013 at 18:07

    Takk fyrir, einmitt það sem mig vantaði…dóttir mín gaf mér yndislega orkideu á mæðradaginn, ég get ekki hætt að horfa á hana, altso orkideuna!

  4. María Eliasdóttir
    18.05.2013 at 09:01

    Var einmitt að spá í þetta með vasana , hefur gengið ágætlega með mínar en kannski væri betra að hafa þær í glærum vösum ? En kærar þakkir fyrir fróðlegan pistil.

  5. Selma
    20.05.2013 at 19:08

    Takk fyrir ráðleggingarnar 🙂

  6. Dóra
    31.01.2014 at 16:07

    Skemmtilegur og fræðandi póstur hjá þér …. ég á einmitt nokkrar og ég vökva einu sinni í mánuði og leyfi þeim að vera í baði í ca 40 mín.
    Ég fékk mína fyrstu fyrir 6 árum og svo þegar ég flutti heim á klakann aftur,
    hún hefur blómstrað síðan (rúm 2 ár)á tveimur stilkum.
    Þegar fyrri stilkurinn var búinn klippti ég við næsta hnúð og hún náði að koma með knúppa á ca 2 vikum 🙂
    Mínar eru í norður gluggum og inní húsi frá suður gluggum,í glærum pottum…..
    Þær eru svo dásamlegar og einmitt eins og þú orðaðir svo skemmtilega…dekoratívar….allt annað í pottum drep ég því míður svo orkidían er plantan mín <3

    Góða helgi 😉

  7. Brynja
    18.08.2014 at 21:44

    Sæl/ar! 😉

    Ég er að velta fyrir mér hvort þið gerið e-ð við gömlu blöðin…..það eru komin svo svakalega mörg blöð á orkedeuna mína og mér finnst eins og þau séu að kaffæra öllu en það eiðiagðist hjá mér blóma stilkur vegna þess að ég sá hann ekki vaxa og hann hafði oxið á milli tveggja laufblaða þannig að hann óx lárétt.
    Eitthvað sem hægt er að gera við þessu? 🙂
    Bestu þakkir og kveðjur, Brynja

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.08.2014 at 12:20

      Sæl Brynja,
      ég hef reyndar ekki lent í þessu. Yfirleitt losa þær sig sjálfar við eitt og eott blað.
      En ef ég les eitthvað um þetta skal ég setja það inn 🙂

      Kær kveðja
      Soffia

  8. Bjarney
    29.09.2014 at 19:17

    Hæhæ 🙂 ég er að spá.. núna hafa alltíeinu öll blómin, ca 7 stk dáið á stuttum tíma, eða dottið af.. þetta er mín fyrsta orkedía og ég er búin að eiga hana í nokkra mánuði. Hún er í glærum potti í glugganum og alltaf vatn neðst í botninum.. Er þetta eitthvað sem að á að gerast? koma blómin bara aftur seinna? Eða er ég kannski að gera eitthvað vitlaust?

    Mbk
    Bjarney

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.09.2014 at 22:20

      Sæl Bjarney,

      Sko ef hún er búin að vera blómstrandi í langann tíma þá er eðlilegt að blómgunartíminn sé bara búinn. Ekki láta alltaf liggja vatn á henni, það er ekki gott. Hún þarf bara hvíld núna og svo koma blóm aftur þegar hún er reddí.

      vona að þetta hjálpi 🙂

  9. Katrín
    09.10.2014 at 23:42

    Sæl

    Ég er með eina orkideu í glugganum hjá mér sem missti blómastilk fyrir um tæpu ári síðan. Stilkurinn visnaði allur og varð harður og stökkur svo ég tók hann af (sem var kannski rangt en einhverjar leiðbeiningar á netinu mæltu með því). Mér sýnist þessi orkidea mjög heilbrigð og hún bætir við sig laufblöðum með reglulegu millibili en það vex aldrei á hana annar blómastilkur. Hvers vegna ætli það sé?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.10.2014 at 13:38

      Hún ætti að koma aftur með stilk. Er hún í glærum potti? Stundum þurfa þær meiri birtu og þá er betra að setja í glærann pott 🙂

  10. Sigriður S gunnlaugsdóttir
    22.10.2014 at 17:52

    Hæ er með orkideu sem blómstraði first,svo liðu mánuðir og nú er hún komin með orkideu afleggjara á stilkinn sem blómin voru á hvað er það,,ein alveg ráða laus Haha ..takk fyrir góð ráð 🙂

    • Berglind B
      04.11.2014 at 14:26

      Þetta gerðist hjá mér líka. Leyfði bara rótunum að vaxa aðeins. Klippti svo fyrir neðan og setti í svona eikarspænir sem ég fékk í blómaval. Nú er afleggjarinn minn í nýjum glærum potti og virðist líða alveg ágætlega. Komin ca. 2 vikur síðan ég setti hann í sér pott.

  11. Aldís Marta
    31.10.2014 at 14:42

    Sæl,
    Þurfa þær að vera í glærum potti?
    Ég fekk mína fyrir sirka viku síðan, er búin að vökva hana einu sinni og hún er orðin slöpp 🙁
    Var með hana á eyju við eldhúsglugga, færði hana núna í gluggan.
    Em hún hefur aldrei verið í glærum potti. Þarf ég kannski að færa hana í glæran pott?
    Hvernig geri ég það?

    ps. frábær síða hjá þer

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.10.2014 at 15:01

      Sæl Aldís,

      er hún ekki í glærum potti ofan í hjá þér? Annars væri sniðugt að reyna að færa hana, setja bara poka undir og taka þétt utan um og flytja í glærann pott. Fást fínir t.d. í Garðheimum, og þær myndu örugglega hjálpa þér að færa ef út í það er farið. Passaðu líka að vökva ekki of mikið 🙂

      Gangi þér vel og takk fyrir hrósið!

  12. Sigríður S gunnlaugsdóttir
    04.11.2014 at 16:48

    Takk fyrir Berglind B prufa það:)

  13. Hrafnhildur Snorradóttir
    22.09.2016 at 01:16

    Takk kærlega fyrir uppl.

  14. árný björg blandon
    01.05.2018 at 19:22

    mín hefur ekki blómstrað í rúmt ár!
    ræturnar komnar hátt upp..jafnlangar stilkinum!

  15. Hanna Stefánsdóttir
    11.07.2018 at 23:34

    Ég tók mig til og klippt allar gamlar rætur af plöntum sem voru orðnar eins og skrímsli. þær lifðu það af og eru alsælar að blómstra stíft. Er með þær í vesturglugga sem er mjög bjartur, en það hefur auðvitað ekki skinið sól í allt sumar þannig að ég veit ekki hvað gerist næsta sumar ef sólin lætur sjá sig. 😉 Eins er ég með glæra potta sem fást í Íkea mjög fínir fyrir orkideur. Mér finnst mjög gott að vökva þær þannig að það sé alltaf vatn í botninum á glervasanum, þá teigir plantan sig í vatnið sjálf en nær alltaf að vera þurr að minnstakosti 3/4 af vasanum. Þegar ég fattaði þetta þá fóru þær að blómstra mjög reglulega. Ég nota líka orkideuáburð á þær á vorin, þá hressast þær vegulega.

  16. S. Rut Oskarsdottir
    02.04.2020 at 17:59

    Var að fa gefins þessa fallegu, hvitu, blomstrandi orkideu og datt niður a þessa siðu þina. Finnst upplysingarnar fra þer svakalega goðar, takk fyrir

  17. Jórunn Bjarnadóttir
    30.04.2020 at 17:35

    Ég keypti orkediu í ágúst , i fullum blóma . Nú er hún komin með blóm aftur eftir vetrardvalann . Fyrsta skipti sem það hefur tekist hjá mér . Þökk sé góðum ráðum á þessari síðu .
    ( Hef reyndar ekki oft átt orkediu ). En hún kom með afleggjara og eitt blóm á annan stilkinn , blómstrar venjulega á hinum . Svo nú fær útskotið að vaxa um sinn , þá er ein spurning , get ég notað t.d. leirkúlur í staðinn fyrir spæni ?
    Takk fyrir öll góðu ráðin .

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.05.2020 at 01:40

      Hæhæ og gaman að heyra!

      Ég myndi frekar nota spæninn, það hentar þeim mikið betur! 🙂

      • Jórunn Bjarnadóttir
        16.05.2020 at 12:42

        Takk fyrir 🙂

  18. Katrín Rós
    15.06.2021 at 23:28

    Hæhæ,
    Gaman að fá að lesa hjá þér er akkúrat að skoða að fara kaupa eina eða tvær og var að pæla hvort þú sért með svona byrjenda tips? Bara svo það gangi sem best hjá mér 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      21.06.2021 at 01:57

      Hæhæ – það eru í raun engin byrjendatips, heldur bara þessi almenna umönnun sem er farið í gegnum í þessum pósti 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *