…hefur reynst mér vel í gegnum tíðina. Um daginn fór ég og fann svoldið (ein að vera dul) sem að ég vissi alls ekki að mig bráðvantaði. Ég er algerlega himinlifandi með fundinn minn, sem ég er að spá í að sýna ykkur án þess að vera búin að finna honum stað. Af því að hann á að fara á stað sem er ekki tilbúinn ennþá
Síðan fann ég annað, sem ég er líka svo hamingjusöm með – sem að kemur frá Pottery Barn, af öllum stöðum.
Hins vegar, þegar að ég kom heim með góssið mitt, þá fór ég að hugsa um hversu vel sá góði hefur reynst mér í gegnum tíðina. Er að spá í að fara með ykkur í leiðangur, sem hefst árið 2008. Þá vorum við að flytja inn í húsið okkar og ég ákvað að kíkja aðeins í Góða Hirðinn, þar fann ég þennan spegil, sem leit akkurat svona út. Gerði ekkert við hann, nema bara að borga 1200kr fyrir hann…
…síðan keypti ég einn svona tekk-bakka, eins og voru notaðir í fermingarveislum hérna í denn. Btw þá var hann skemmdur – þannig að tekkunnendur þurfa ekki að missa sig – en ég spreyjaði hann, og stimplaði. Þetta var svona með fyrstu DIY-verkefnunum sem að bloggið stuðlaði beint að…
…annar bakki sem að var spreyjaður, líka illa farinn…
…stóllinn sem ég keypti á 750kr inn í herbergi dótturinnar…
…og hann var spreyjaður og varð svona líka bjútifúl…
…lampinn sem að var keyptur á 250kr…
…sem varð að fiðrildalampanum fagra…
…þessi bakki heillaði mig, en það var ekki séns að ég tímdi að spreyja hann. Sjáið bara sægrænbláa litinn í honum…
…og hann varð að náttborði fyrir dömuna…
…og svona áttu þau vel saman, stóllinn og náttborðið…
…ljótur bambusdiskur, alveg hrikalega þreyttur greyjið…
…spreyjaður svartur…
…og varð að lokum svona…
…fílalampinn sem að ég fílaði í tætlur…
…og fór beint í herbergi litla mannsins eftir netta spreyjun…
…stóll fyrir þann litla, sem að fékk sömu spreymeðferð…
…og hann varð svona…
…þessi er einn uppáhalds líka…
…og varð að einum uppáhaldsspeglunum mínum…
…krítartafla varð til…
…og Jesú-húsið fannst líka í Daz Gutez…
…og eini bangsinn sem hefur verið keyptur þar, enda var hann enn með merki og algerlega ómótstæðilegur…
…350kr er mikið fyrir svona dásemd…
…þessi gyllti fékk smá kölkun…
…og sést þarna í baksýn…
…og kommóðan góða, á 2500kr…
…og varð að náttborðinu mínu…
…uppáhalds bakkinn minn, alveg eins og hann leit út úr þeim Góða, óbreyttur og yndislegur (takk fyrir kæri hendari)…
…litlu sætu stólarnir sem að ég fann í skrifstofuna…
…og enn og aftur spreyjaði, minnir að þeir hafi kostað 1500kr tveir saman…
…og nýttust svona líka vel…
….fuglamyndin í gyllta rammanum…
…bæði spegillinn og stóllinn góði úr Gutez…
…lampi í dömuherberginu…
…rauður Ikea bakki, kostaði held ég 200 eða 300…
…sem varð blúnduspreyjaður…
…og auðvitað hreindýradiskarnir, sem fóru í herbergi litla mannsins…
…krúttaralegir, ekki satt?
…gamla taskann, þessi neðsta…
…og auðvitað þessi fíni frá því um daginn…
…sem varð hvítur og fékk eyrnalokka…
Jemundur minn! Ég farin að skilja af hverju bóndinn kvartar yfir því að ég sé alltaf að koma með eitthvað heim úr þeim Góða, mér fannst þetta vera bara nokkrir hlutir. Hins vegar verð ég að segja að langmest af þessu eru hlutir sem að mér þykir orðið svo vænt um og gæti ekki hugsað mér að losa mig við.
Uppáhalds mitt er: svarti spegillinn yfir arninum, bakkinn með áletruninni, stóllinn hjá dömunni og lampinn og…….
…það er svo margt uppáhalds!
Hvað er uppáhalds hjá ykkur?
Þetta er æðislegur póstur eins og alltaf.. Allt uppáhalds!!
ÆÐI! Svo yndislegt og vel nýtt allt saman og gætir ekki keypt betra útúr búð. Spáðu bara hvað þú hefur sparað í þeim góða. Kallinn á að þakka fyrir að eiga svona hagnýta húsmóður.
Eitt átti ekki að koma hinn nýfundi fundur sem á ekki stað enn fram í póstinum eða sá ég hann bara ekki
Kemur í næsta pósti
Góði Hirðirinn er að gera sig fyrir hagsýnar húsmæður – tala nú ekki um hvað þessir gömlu hlutir fá mikla lengingu á líftíma!!
Fór að hugsa….væri gaman að vita hvaða sprey/málning hentar hinum og þessum hlutum, td hvað notarðu á málm, tré, bast og plast…?
Þessi póstur dregur mig í að fara að kíkja í GH … orðið of langt síðan ;o)
Ég er sprey-nirfill! Kaupi bara ódýrt sprey – í þeim lit sem að ég vil – og spreyja því svo á allt sem ég sé þar til að brúsinn er búinn
ÆðiÆðiÆði!! Ég elska þann góða!! “uppgötvaði” hann bara í seinasta mánuði og hef farið nokkrum sinnum….
það er alltaf jafn gaman að lesa um svona góða “fundi” í Góða hirði en alltaf jafn erfitt fyrir okkur sem ekki búum í Reykjavík!
Sorry
Þú ert mjög nösk á að finna hluti í þeim góða og sjá í þeim möguleika. Hvað keyptir þú núna um daginn á ekkert að segja okkur það.
Næsti póstur
Svo margt uppáhalds. Elska spreyjuðu hreindýradiskana
Vá þú er svo sniðug hagsýn húsmóðir ! allt æðis… :Þ
Ekki séns að gera upp á milli, hvert öðru flottara =)
hvernig sprey er best að kaupa til að spreyja stóla? er að fara mixa saman eldhússtólum og var að hugsa um að mála þá, nokkra hvíta og einn og einn pastel. mæliru frekar með spreyi? af hverju? hvað þarf ca mikið sprey í einn stól?
Sorry spurningaflóðið!
Ég hef spreyjað stóla og það er lítið mál, bara eiga auka til þess að geta blettað í eftir þörfum. Erfitt að segja hversu mikið þarf í hvern stól, en t.d. þegar að ég gerði bláa stólinn í stelpuherbergi þá fór næstum heill brúsi í hann.
Stólamixið hljómar spennó
Nettur svona Friends-Moniku-íbúð-fílingur! Like!
alllt æðis og yndis!
Ég elska stelpustólinn af því mig vantar svona stól handa prinsinum mínum hérna finn ég bara plaststóla sem er alveg ómögulegt
En spegillinn toppar sennilega allt sem þú hefur fundið en er flott lika
bestu kveðjur AS
ES bíð vorða róleg eftir þessu leyndói …….
Mitt uppáhald er þessi síða, altaf gaman að skoða hana