Þar kom að því…

 …eða það fannst mér loksins í gær, eins og sumarið væri að koma.  Í það minnsta var það þarna rétt handan við hornið 🙂

Ég fékk smá fyrirspurn í pósti, og þegar að ég var að svara henni þá datt mér í hug að eflaust væri fleiri þarna úti sem að vildu fá svör við þessu, þannig að ég breytti svarinu í póst:

Ég elska heimasíðuna þína, takk fyrir að vera svona dugleg að blogga 🙂 

 Má ég spyrja þig að einu eða fá ráð?
 
Þú ert svo oft að spreyja hluti, mig langar að spreyja blómapotta sem voru svartir en hafa veðrast til og eru núna gráir.
Þetta eru útipottar þolir spreyið að vera úti? Hvaða sprey á ég að kaupa og hvernig ber ég mig að??

Ég hef svo sannarlega spreyjað hluti sem að hafa verið úti, eins og t.d. þetta útiljós (sjá hér) – og það stendur úti í öllum veðrum og það sér barasta ekkert á því.

2012-05-31-185030

…ég spreyjaði líka stærri pottinn í fyrra, og hérna sést munurinn ágætlega…

2012-05-31-185044

…myndirnar eru ekki alveg eins og ég hefði kosið að þær væru, var greinilega eitthvað mistillt, en þið sjáið muninn á spreyjaða pottinum og þeim óspreyjaða….

2013-05-09-152148

…luktin mín var líka spreyjuð í fyrra, en hefur staðið úti í allan vetur og þar svo sannarlega á smá hressingu að halda…

2013-05-09-152210

…eftir að ég tók úr henni glerið…

2013-05-09-152426 2013-05-09-152436 2013-05-09-152632

…spreyjið var bara eitthvað ódýrt svart sprey sem að ég átti.  Það eina sem þið þurfið að pæla í er hvort að það eigi að vera glansandi eða matt…

2013-05-09-152751

…og eftir frumspreyjun…

2013-05-09-152754

…á meðan þær þornuðu þá gekk ég um garðinn, svona til þess að fullvissa mig um að gróðurinn væri farin að fatta það að sumarið væri á næsta leiti…

2013-05-09-152811 2013-05-09-152821

…kannski ekki alveg  páskarnir en liljurnar eru fallegar engu síður…

2013-05-09-152829

…þessi bjútí vaxa í bunkum undir garðarósinni, og þar sem að ég veit að hún þekur þetta innan skamms, þá fékk ég smá hugmynd – meira um það síðar…

2013-05-09-152848

…þetta fer allt að koma, er það ekki?

2013-05-09-152902

…pottur fyrir spreyjun…

2013-05-09-155147

…pottur eftir spreyjun og glansandi blautur…

2013-05-09-155413

…síðan þegar að allt var komið (nema glerið í luktina) þá setti ég fallegu bláu blómin í pottinn, veit ekki hvort að þau lifa af ferðalagið – en þetta er tilraun!

2013-05-09-190011

…setti síðan nokkra lurka og köngla fyrir neðan, finnst það reyndar smá jóló en þetta er ágætt á meðan ég bíð eftir að garðurinn komist í gang…

2013-05-09-190017

…síðan kíkti sá gamli út, svona til að kanna hvað ég væri að brasa….

2013-05-09-190045 2013-05-09-190059

…og grey garðhúsgögnin, sem hafa staðið úti í allan vetur, fengu smá næringu og tóku smá lit…

2013-05-09-190149

…nú þarf bara að fara að skreyta þetta allt saman…

2013-05-09-190203 2013-05-09-190213

…eru ekki annars bara allir hressir?

2013-05-09-190249

…höldum við ekki að sumarið sé að koma núna?

2013-05-09-190302

Eigið yndislega helgi krúttin mín, og njótið þess að vera til 

2013-05-09-190307

5 comments for “Þar kom að því…

  1. Kristín Sig.
    10.05.2013 at 09:21

    Takk sömuleiðis, góða helgi. Gaman að sjá þetta, hlutir sem eru úti við allt árið eru oft orðnir smá ryðgaðir og veðurbarðir. Gott að sjá að maður getur líka flikkað upp á þá.

  2. Margrét Helga
    10.05.2013 at 09:25

    Takk fyrir þennan póst 🙂 Var einmitt í spreystuði um daginn, spreyjaði einn gylltan bakka og annan grábrúnan kertabakka…núna er hvorutveggja hvítt 🙂 Miklu fallegra 😀
    Ein spurning samt, svona í tengslum við þennan póst…þarf maður eitthvað að lakka yfir eftir að maður spreyjar svona (notaði matt lakk), var bara að pæla hvort það þyldi afþurrkun, mögulega með rökum klút…

  3. Berglind
    10.05.2013 at 09:45

    Frábær póstur hjá þér 😀 Góða helgi !

  4. Ása
    10.05.2013 at 13:06

    Góða helgi, flottur póstur..

  5. 10.05.2013 at 13:59

    fáránlega nytsamur póstur, það eiga örugglega margir eftir að drífa sig út með spreybrúsa núna og flikka upp á hlutina!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *