Lang í, lang í – Tarjey…

…eða öllu heldur Target, er ein af algerlega uppáhalds búðunum mínum í heiminum.  Það er alltaf hægt að finna eitthvað fallegt þarna, það er eitthvað fyrir alla og maður ráfar um í innkaupagleðivímu svo tímunum skiptir.  Meira að segja bóndinn unir sér vel, þar sem að það er allt konar fyrir alla.  Fyrir ykkur sem að hafið ekki komið þarna, þá er þetta eins og Hagkaup á sterum í 200-asta veldi, eða svo til.

Þar sem að ég er að fara til USA í sumar, víííííívvvvaaaaaahúúúúúúúúú!  Þá er ég farin að láta mér dreyma um Target-ið góða og allt sem að það hefur upp á að bjóða. T.d. laumaðist ég inn á síðuna þeirra og setti í leitina, eitt stakt orð, afar einfalt og ég ætla að deila með ykkur útkomunni:  OWL

Það er nú af ýmsu að taka, svo mikið er víst 🙂

Reyndar er mikið af þessu barnadót, en ég held að okkur leiðist það nú fæstum,
eins og t.d. þessir uglubangsar, þessi í miðjunni er minn uppáhalds…

bwScreen Captures44

…og svo sérlega bjútifúlt á rúmin hjá litlu krílunum,
allir saman nú awwwwwww…

bwScreen Captures45

…eða eigum við kannski að krútta yfir okkur?
Þessir sætu búningar eru nú alveg að gera út af við mig…

bwScreen Captures46

…smá fulgar líka, ekki er það nú verra?

bwScreen Captures47

…og alls konar meira uglað sætt…

bwScreen Captures48

…mér finnst alltaf svo yndislegt að gefa svona mjúk teppi í sængurgjafir, og ekki væri verra að gefa svona handklæði…

bwScreen Captures49

…yndislega falleg uglu leikteppi, dótakassar, vegglímmiðar og meððí, sætt sætt sætt….

bwScreen Captures50

….nóg af styttum…

bwScreen Captures51

…og myndir á veggina…

bwFullscreen capture 23.4.2013 230220 bwFullscreen capture 23.4.2013 230246

…og ég sver það, ef þessir fást í 37 þá fæ ég mér par 🙂

bwFullscreen capture 23.4.2013 230659 bwFullscreen capture 23.4.2013 230827

…mér fannst litla tréuglan í bandinu vera ansi hreint flott…

bwFullscreen capture 23.4.2013 231717

…síðan sá ég þetta hérna rúmsett og er að pæla á rúmið hjá litla kallinum,
hvernig finnst ykkur?

bwFullscreen capture 23.4.2013 185458

Hversu margir hafa farið í Target-ið góða, og hvaða búðir eru ykkur uppáhalds í USA-inu?

9 comments for “Lang í, lang í – Tarjey…

  1. 02.05.2013 at 08:14

    ohhhh…..ég hlakka svo til að fara til USA í september og þá verður sko farið í Target, Wallmart, Potterybarn, Crate and Barrel, Restoration Hardware, Anthropology, Pier1, Bed Bath and beyond og fleiri búðir 😉 Vantar bara helst gáminn til að flytja allt heim….hehe

  2. Kristín S
    02.05.2013 at 08:30

    ég missti nú alveg af öllu þessu uglu”fári” í janúar, verð að horfa vel eftir þeim í júní 🙂
    kveðja
    Kristín S

  3. 02.05.2013 at 09:07

    Uuuuu uuu uglur, eru æði. Þessi rúmföt niðri eru æði.

  4. Þóra Björk
    02.05.2013 at 09:17

    Mikið er þetta allt fallegt 🙂 nú verð ég að fara að punkta mér flug, takk fyrir 🙂

  5. Gauja
    02.05.2013 at 09:25

    þetta er rUglað flott 🙂

  6. Svava
    02.05.2013 at 12:22

    awww rosa flott 😀

  7. 02.05.2013 at 20:48

    Target er æði! og sum barnafötin er ferlega töff, t.d Harajuku línan sem ekki ófrægari manneskja en Gwen Stefani hannaði fyrir þá Targetara…mæli með því fyrir litla snúða og skottur.

    Ohh nú fær maður USA löngun á háu stigi 😉

  8. MD
    02.05.2013 at 21:58

    target er svo mikið uppáhalds uppáhalds!! missti mig t.d. í 3 tíma BARA í kökuskreytingadeildinni og pennadeildinni…

  9. 02.05.2013 at 23:04

    Thegar thu labbar inn i Target tha er svona Rack med allskonar dotery-i a spottprisi….naestum eins og dollara budin. Vertu med augun opin….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *