…um daginn sýndi ég ykkur myndirnar frá loppumarkaðinum í Sigluvík ( smella hér). En eins og kom fram í textanum, þá rakst ég á tvö vasa sem heilluðu mig alveg upp úr skónum.
Ég stóðst auðvitað ekki mátið og keypti tvö stk, þann stóra og einn af minni. En mér finnst lagið á þeim alveg einstaklega skemmtilegt. T.d. held ég að þeir væri æðislegir á eldhúseyjuna með kryddjurtum. Eða fyrir áhöld…
…en fyrst að ég var í útilegu, og því ekki með neina eldhúseyju meðferðis, þá brá ég á smá leik með villtu blómin sem uxu allt í kring…
…sjáið bara hvað þetta er nú dásamlegt – ekki satt?
…ég er líka alltaf að sjá það betur og betur hvað svona bakkar eru mikið þarfaþing í svona ferðir…
…og svo komin heim…
…skellti þeim í hraði á eldhúsborðið, og stakk ofan í gerviblómum sem ég átt hérna heima…
…ok love it! Þessir eru æði, spurning hvort að ég komist yfir að hafa bara tekið tvo en ekki þrjá 🙂
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥