…lok ársins fóru frekar friðsællega fram. Svona miðað við fyrrihlutann sko. Það var dásamlegt veður þennan næstseinasta dag desember þegar ég keyrði heim og eins og svo oft áður, tók leiðina fram hjá Garðakirkju (þar sem ég var skírð og fermd) og smellti af mynd…
…þessi örlítið lengri leið heim er nánast alltaf þess virði…
…svo mikið falleg…
…það kom í ljós þennan dag að við yrðum bara heima hjá okkur á gamlársdag, í fyrsta sinn og ég fór því í geymslu leiðangur til þess að skreyta borðið. Gömul klukka gaf mér smá innblástur…
…svona áður en ég setti ljós og greni…
…útkoman var bara hin besta, ágætis áramótarstemming…
…kvöldinu var svo eytt með foreldrum mínum og frænku – yndislegt og rólegt kvöld…
…að sjálfsögðu kíktu feðginin í hesthúsið til Refs eftir miðnætti, og okkur til ánægju var hann í góðu stuði…
…svo þegar ég fór á fætur á nýársdegi þá var ástandið öllu verra, og ég var komin með yfirþyrmandi löngun í að létta á…
…fyrst skellti ég á mig smá andliti, og eins og þið sáuð hérna (smella) þá var ég að nota uppháldssnyrtidótið mitt, og ég vill bara benda ykkur á að það er Tax Free í Hagkaup núna fram á mánudag, og ef þið ætlið að fá ykkur bara eitthvað eitt – þá mæli ég með meikinu – þvílíka byltingin…
…en ég týndi niður jólin af arinhillunni og létti á – love it…
…breytti á gangaborðinu og gerdði smá kózý…
…og borðið var sérlega einfalt og bara fallegt…
…bara bakkarnir mínir frá Húsgagnahöllinni, með könglum og Winter Stories stjökunum…
…tók svo niður hvítu stjörnurnar úr eldhúsglugganum, til þess að létta meira á…
…síðan borðunum við með yndsilegum vinum, forrétt, aðalrétt og alls konar eftirrétti, en við öllu látlausara borð – sem ég var að fíla…
…en hér er það komið 2021, árið sem við erum svo mikið að treysta á að færi okkur bjartari tíð og grímulausa framtíð. Ég sendi ykkur öllum mínar alla bestu nýársóskir og þakka um leið fyrir dásamlega samfylgd síðastliðin 10 ár. Án ykkar allra væri ekkert SkreytumHús, því að það er samfélagið í kringum síðuna, hópinn og Instagram/snappið sem heldur mér gangandi og mótiveraðri! Takk fyrir mig, takk fyrir ykkur – gleðilegt árið! ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Gleðilegt ár til þín og þinna elsku Soffía. Búin að fylgjast með Skreytum hús frá nánast upphafi og þú gefur manni endalausar hugmyndir og innblástur. Takk fyrir Skreytum hús
Knús til þín elsku Magga mín ❤❤❤
Gleðilegt ár kæra Soffía og takk fyrir þessa síðu og hvernig þú gerir allt svo fallegt❤
Takk kærlega ❤ ❤
Alltaf skemmtilegir pistlarnir þínir. Takk kærlega fyrir ráðleggingar. Gleðilegt nýtt ár. Kær kveðja Rannveig í Innri-Njarðvík. 🌹
Takk fyrir ❤
Takk kærlega fyrir samfylgdina í gegnum árin en ég fer inn á yndislegu síðuna þína nánast á hverjum degi og er búin að gera það síðan þú byrjaðir með hana.
Sömuleiðis gleðilegt árið og vonandi verður árið 2021 betra fyrir alla í heiminum. Ég meina eins og blessuð kórónu veiran og ýmislegt annað mótlæti en ég trúi því að það birti til með tid og tíma 😉🍀😉