…eða vonandi bráðum. Ég held að það sé að koma.
Sko vorið!
Eða í fyrsta sinn þessa vikuna þá finnst mér vera vor í lofti, sólin skín inn um eldhúsgluggann á þá vegu að ég veit að það er væntanlegt 🙂
…eða það hefur mér í það minnsta fundist…
…yndislegt þegar að geislarnir baða eldhúsið að morgni dags…
…það eru nefnilega litlu hlutirnir krakkar mínir…
…eins og bara að sitja við eldhúsborðið, eftir að börn og bóndi halda út í daginn, og horfa í kringum sig – ef ég drykki kaffi, þá væri ég með kaffibollann líka…
…eins skipti ég út hvítum spegli fyrir svartan, segið svo að það sé ekki ágætt að eiga lager í skúrnum…
…og það er ekki bara ég sem nýt sólar…
…ég sýndi líka á snappinu hillur sem ég var að setja í eldhúsið. En þetta eru svona hengihillur úr Rúmfó, til í svöru og hvítu, og eru alveg ekta fyrir kál og annað slíkt sem maður er með í eldhúsi. Getið smellt hérna til þess að skoða nánar…
…mér finnst þetta koma skemmtilega út – plús að þær kostuðu bara 1495kr stk…
…og ég setti aðra hinum megin, þannig að ég er með tvær svona sitt hvoru megin við vaskinn……ég er bara gasalega kát með þetta 🙂
…ennþá greinar frá páskunum, enda er um að gera að njóta þeirra á meðan hægt er…
…svona var þessi smápóstur í dag, vona að þið njótið dagsins! ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Svo kósý….væri til í að sitja með þér við eldhúsborðið (með kaffibolla) og kjafta 😉