Eldhús – DIY í gegnum árin…

…ég er búin að vera að fletta svo mikið í gegnum gamlar myndir og maður sér það svart á hvítu, hversu mikið og hversu margar breytingar ég hef í raun gert í gegnum þessum 5 ár sem ég hef verið að breyta svona “opinberlega”.  Öll þessi DIY eru jafn misjöfn og þau eru mörg og því fannst mér gaman að fara í gegnum herbergin og sýna þau sem hafa staðist tímans tönn.  Þau DIY sem eru enn í fullri notkun og ég er jafn ánægð með í dag, rétt eins og fyrir nokkrum árum síðan.

Er það ekki bara smá spennandi?

Í fyrsta lagi er alltaf gaman að sjá þessa mynd, af tómu eldhúsinu, sem sýnir það svo vel – að það eru litlu hlutirnir sem að gera rýmið að því sem það er og gefa því persónuleikann…

www.skreytumhus.is.20152

…ein stæðsta breytingin sem varð þarna inni var þegar við fundum skenk á Bland (sjá hér) sem við máluðum, og svo þennan dásemdar efri skáp (sjá hér) og festum þá á vegginn (sjá hér)

www.skreytumhus.is.2015-001

…skápurinn er enn einn af uppáhaldshlutunum mínum, og ég er alveg ótrúlega ánægð með hann enn í dag…

www.skreytumhus.is.2015-0011

…ekki minnkaði sú ánægja þegar ég setti pappír í bakið á honum, og þar er hann enn (sjá hér)

www.skreytumhus.is.2015

…svo er það furuspegillinn sem ég fann í nytjamarkaði…

www.skreytumhus.is

…fékk blessaða húsbandið til þess að saga til lista fyrir mig (auðvitað tilneyddur greyjið)…

www.skreytumhus.is-001

…og hann hefur síðan hangið í eldhúsinu, keikur og fagur (sjá hér)

www.skreytumhus.is.2015-009

…og svo sjáið þið hér breytta borðplötu, en ég gekk í gegnum smá tilvistarkreppu (sjá hér) í að finna út rétta borðplötu fyrir þennan skenk…

www.skreytumhus.is.2015-018

…og hér er svo lokaútgáfan (sjá hér), sem ég er enn bara happy með…

www.skreytumhus.is.2015-023

…og svo voru það hlerarnir sem komu inn 2013, og hér eru þeir enn (sjá hér)

www.skreytumhus.is.is

…og svo var það hillan sem ég tók og sneri á hvolf, eins og maður gerir…

16-www.skreytumhus.is-005

…en hún er hér (smella)

21-www.skreytumhus.is-006

…eins setti ég upp gardýnustangir í eldhúsinu, rétt til þess að geta sett í þær greinar (sjá hér), og einfaldar lausnir (sjá hér) þegar við gerðum göt á stangirnar fyrir snúrnar fyrir ljósin, og svo voru festir bling steinar í ljósin (sjá hér)

www.skreytumhus.is-057

…og jú, einu sinni smellti ég smá límmiðum á Ingolf-ana okkar, og þeir eru þar enn (sjá hér)

…og þá er nokkurn veginn upptalið, þau DIY sem dvelja enn í eldhúsinu að þessu sinni.  Í það minnsta þau stærri!

Hvernig lýst ykkur annars á svona yfirferð um húsið, í rólegheitum?

www.skreytumhus.is-005

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild!

3 comments for “Eldhús – DIY í gegnum árin…

  1. Margrét Helga
    17.11.2015 at 11:42

    Æðislegt eldhús og ótrúleg tækifærin sem þú sérð í hlutum sem margir myndu ekki líta tvisvar á 🙂

  2. Kolbrún
    18.11.2015 at 08:16

    Já flott eldhús og þetta með útsjónasemina þykist vita að þú hafir séð um að gera allar uppraðanirnar í Korpu Rúmfó þá sá ég svarta glerkassann kominn á hliðina með fallegum skreytingum í minn stendur uppréttur og mér hafði ekki dottið í hug að hægt væri að leggja hann niður ha ha svona getur maður verið lokaður .

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.11.2015 at 08:34

      Haha…..nóbbs, ég átti ekki þá hugmynd! Þetta var snillingurinn Vilma sem sá um þetta 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *