…eða í raun, rammi = skartgripahengi = krítartafla
Ég hef lengi átt þennan hérna…
…hann var keyptur, að mig minnir, í Ótrúlegu búðinni þegar að hún var til.
Hann er rosalega fallegur að útliti en þetta er bara plastrammi, sem sé, ekkert tré eða solid í þessu.
Síðan var brotið glerið á honum en engu að síður, hann var ekki óhultur fyrir spreybrúsanum góða.
Ég reif af honum bakið og heftaði hæsnavír aftan á, ætlaði að nota hann fyrir skartgripi, eða í það minnsta eyrnalokka. En þegar að uppi var staðið þá fílaði ég ekki “hænsnavírslookið”…
…þá ákvað ég að nota bara góða sandpappírinn og gefa þessu smá svona “antíkkí-look”…
..og þið sjáið muninn á vinstra meginn, sandpappírað, og hægra megin, bara spreyjað…
…þannig að þetta er hægt jafnvel þó ramminn sé úr plasti
…ég varð frekar sátt við rammann svona, og hann stendur líka alveg fyrir sínu svona tómur. Alveg séns að hafa hann bara svoleiðis í grúbbu með öðrum römmum.
…skellti aftur í hann bakhliðinni og límdi á hana krítartöflulímmiðann góða.
Síðan krítaði ég tölustafinn 1 á, og klippti litlar myndir af okkur,
og litla manninum sem er að verða 1 árs í næsta mánuði.
Fallegt og sniðugt. Sé fyrir mér að gera þetta jafnvel með ennþá stærri ramma…
vá þetta er bara geggjað, tær snild 🙂
vá ,ekkert smá mikið flottari núna 🙂 kv.Aua
Geggjað, sé að ég þarf að fara að fjárfesta í spreybrúsa 😉
kv. Helena
Hvernig sprey ertu að nota á rammann?, ekkert smá flottur:)
kv Laufey