Áskorunin mikla…

…sem hleypt var af stokkunum seinasta fimmtudag sýnir núna afraksturinn sinn, vonandi 🙂
Hér sést það sem ég gerði og síðan eiga vonandi fleiri af þessum frábæru bloggvinkonum mínum eftir að bæta sínum meistaraverkum við.
Eins og sést á því sem ég gerði (í flensuvímunni minni) þá þarf þetta nú ekki að vera flókið eða merkilegt.  Getið þið giskað á hvað það var sem ég gerði?
Kíkjum á Pinterest-ið mitt og innblásturinn…
…allir saman nú: aaahhhhhhh…
…hér sjást tvö verkefni…
…þetta gæti vart verið einfaldara…
…og annað til…
…þegar ég horfi á þessa mynd þá er ég nokk sannfærð að þessi minni fugl er að taka eitthvað Michael Jackson dansmúf…
…myndin var nú bara tilraunastarfssemi, og ég var alveg á báðum áttum með að setja hana með – en mér fannst svo leiðinlegt að ná ekki að gera það sem ég ætlaði að gera (sökum þessar skemmtilegu flensu) að ég leyfði henni að fljóta með…
…og svo eru þá nótnavængirnir, hendi inn í næstu viku hvernig þetta fór allt fram, ef þið viljið…
…hvað segið þið annars gott?
Ég saknaði ykkar í gær.
     
Voruð þið mjög fúlar útí mig fyrir að skrifa ekkert í gær?
Var bara svooooo kvefuð að hausinn á mér virkaði ekki sem skyldi!
Biðst afsökunnar!
En ég er með hrúgu af verkefnum í deiglunni, er mér fyrirgefið?
Hér undir koma síðan hlekkir inn á hin bloggin þar sem að hver og ein/n sýnir sitt Pinterest-innblástursverkefni.
Skilgreiningin hljómaði svona:
 
Áskorunin mikla…

14 comments for “Áskorunin mikla…

  1. Anonymous
    01.06.2012 at 09:12

    Geggjuð myndin soffía og vængirnir !
    kv.Margrét

  2. Anonymous
    01.06.2012 at 09:23

    Flott mynd, kvöld-Álftanes-stemning í henni, me like it a lot. Vængirnir og luktirnar líka kúl.
    Kv. Auður

  3. Anonymous
    01.06.2012 at 10:02

    Æðisleg mynd, vængirnir og krukkurnar flottar! Já þín var sárt saknað í gær en ég skal fyrirgefa þér;)Æðislegir hvítu kertastjakarnir þínir!

    Kv.Hjördís

  4. Anonymous
    01.06.2012 at 18:32

    Alltaf svo flott hjá þér 🙂 og jú þín var sárt saknað í gær 🙂
    kv.
    Halla

  5. Anonymous
    01.06.2012 at 20:45

    Við reynum nú að fyrirgefa þér bloggleysið í gær 😉 Vona að þú frískist fljótt af þessu kvefi … það á að vera bannað að kvefast á þessum árstíma 😉
    Kv. Sigga.

  6. 01.06.2012 at 23:04

    jjjiii hvað þetta er sætt hjá þér.
    vona að heilsan fari að detta í lag.

  7. 01.06.2012 at 23:34

    VÁ !!! þetta er bara geggjað, fuglarnir eru yndislegir. Ég ætla einhverntíman að prufa að gera þá 🙂 Hér er allt á kafi í fermigarveislu undirbúningi en svo fer ég að gera eitthvað spennandi 🙂
    Kær kveðja Guðný Björg 🙂

  8. 04.06.2012 at 11:15

    Flott og aftur flott hjá þér!

    Ég er aðeins á eftir áætlun, löngu búin að kaupa efniviðinn, hluti af honum fékkst í Húsasmiðjunni og hluti í antikbúð, nú fer ég í að mála í dag, vonandi blogg frá mér í kvöld eða í síðasta lagi á morgun…:)

    Takk fyrir snilldarframtak Dossa!

  9. 05.06.2012 at 23:20

    Jæja, hér gerist allt á hraða snigilsins… í gær lakkaði ég tvær umferðir hvítar og svo eina glæra sem fékk að þorna í nótt. Í dag er ég búin að líma smá með tveggja þátta lími og nú í kvöld með límkítti sem þarf að þorna í nótt. Á morgun þarf ég svo að koma “nýju hlutunum” fyrir úti og mynda og þá get ég nú loksins farið að blogga og senda hér inn :)!!

    En ég hélt að fleiri myndu taka þátt… ég sé að enn er séns að senda inn, koma svo 😉

  10. Anonymous
    08.06.2012 at 12:03

    ég er svona “gluggagæjir” 😀 hef aldrei kommentað en skoða mikið og oft 😉 EN ég man ekki eftir að hafa séð family rules skiltið áður. Hvar nælduru þér í svona flottheit? Vantar þetta NAUÐSYNLEGA upp á vegg í forstofunni hérna.
    Þúsund þakkir fyrir fullt af skemmtilegum hugmyndum og tillögum.
    Kv frá Edinborg
    Linda

  11. 09.06.2012 at 01:23

    Svo flott hjá ykkur 😉 Næst verð ég með áskorun að vetri til, greinilegt að allir eru úti í sólinni!

    Linda, ég var að selja þessu Family Rules skilti en þau eru því miður uppseld. Séns að þau komi aftur í haust 🙂

  12. Anonymous
    12.06.2012 at 17:21

    HÆHÆ
    er til einhver góð íslensk skilgreining á DIY ??

    Ég vil frekar nota íslenskuna með þessari skammstöfun 🙂 er að í miklum pælingum á pinteresssst 😀 en takk fyrir að leyfa okkur fylgjast með, gaman að þessu 🙂 🙂

    Anna Sigga.

  13. 13.06.2012 at 01:27

    Hmmmm….Anna Sigga, ég hef ekki heyrt neina skilgreiningu á DIY – þetta er náttúrulega hugtak sem kemur úr enskunni þannig að við gætum verið með: GÞS – eða Gerða það sjálf/ur 🙂

    Er ekki viss um að það nái fljótt vinsældum!

  14. 27.02.2013 at 00:51

    Oh my Oh my….my late….
    Hvada thvaelingur er a minni alltaf a solarstrendur thegar hun aetti ad vera ad fylgjast med Dossu bloggi…
    Thu ert nattla snellingur!
    Brynja

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *