…till you meik it! Er það ekki annars þannig? Svona stundum í það minnsta 😉
Sjáið nefnilega til, ég væri svo gjarna til í að eiga fullt af rosalega fallegum gömlum munum. Þið vitið, eins og í Danaveldi þegar maður fer á milli loppumarkaða og finnur alls konar gull og gersemar. Eða eins og maður sér á öllum erlendu bloggunum þar sem að þær finna hitt og þetta í gömlum hlöðum. Ok, ég er úr Garðabænum og það eru engar hlöður þar! Reyndar bý ég á Álftanesi núna en ég hef ekki enn fengið boð um að koma og kíkka á háaloftið á Bessastöðum og leita þar (hlýtur að koma að þessu einhvern daginn).
Þannig að hvað gera Danir Garðbæingar þá? Feika það!
Af því að það er afskaplega takmarkað magn af gömlum fallegum frönskum gluggum hér í kringum mig, þá notaðist ég við skáphurð af gömlum furuskáp (sjá hér)…
…kalkaði þær…
…og úr urðu “gömlu” hurðarnar mínar sem að ég nota hér á ýmsum stöðum innan húss…
…það sama má segja um gömlu kortin sem sjást hér á hurðinni fyrir ofan. Þau eru reyndar “ekta” en það má líka finna myndir á netinu og prenta þær út (sjá hér) og gera sér smá plat…
…eitt af nýjustu dæmunum mínum er síðan “eeeeeeldgamli” bekkurinn í forstofunni, gerður úr gömlu stofuborði (sjá hér)…
…um daginn þá sýndi ég ykkur herbergi heimasætunnar (sjá hér) og þar var þessi hilla…
…hún var sem sé keypt í Daz Gutez, og búið að mála hana hvíta, takk fyrir þú málglaði hendari…
…og hún var bara svona plein og fín…
…en í Föndru á Dalveginu fékk ég svona pappamassaskraut, kostar ca 200kr stk, og þegar maður veit ekki betur þá gæti þetta verið tréútskurður…
…málað og límt og…
…svona líka fínn “útskurður” á “antík” hillunni minni úr Góða 🙂
…en hillan verður í það minnsta, aðeins meira spes við þetta!
Ekki satt?
Hvernig fílið þið svona, eruð þið að “feika” antík heima hjá ykkur? 😉
Kemur mjög vel út!!
Hvar fékkstu þennann fallega spegil?
Allst saman svo fallegt að venju 🙂
Þetta er flott 🙂
Kv AS
Æði 🙂 Hver feikar ekki antik 😉
Svona á að gera þetta virkilega fallegt
Ég elska þessa hillu <3 Mig langar svo í svona inn hjá stelpunni minni þegar herbergið hennar verður orðið fallegt 🙂
Eiginlega þyrftir þú að koma með tips hérna um hvernig á að fegra LÍTIL barnaherbergi svo að vel fari 🙂 Þú ert svo hugmyndarík !!!
bk.