…og já, enn erum við á Selfossi (ég meina, kommon – ferðamálaráð Selfoss hlýtur bara að fara að senda mér tékka bráðum 😉 ).
En málið er bara að á Selfossi er svo mikið um krúttubúðir, þetta er ekki lengur hnakkabær, þetta er bara svona krúttudúllusnúðabær. Sem er æði!
Ég sýni ykkur nefnilega Dótahúsið (sjá hér) og Sjafnarblóm er stóra systir Dótahússins, þær eru í sama húsi.
Þetta er yndisleg blóma- og gjafavörubúð og vel þess virði að heimsækja.
Ég ætla að leyfa myndunum að tala í dag, sökum tímaskorts (var á leikriti í gærkveldi) og vona bara að þið njótið vel….
…þessar hillur eru æði!…
….luvs it…
…sé þessa fyrir mér á pallinum í sumar, með hnífapörum í…
…er þetta ekki dásamlegt!!
Þið getið líka fundið Sjafnarblóm á Facebook
Það er nú ekkert erfitt að tapa glórunni inni í Sjafnarblómum. Hef nokkrum sinnum látið freistast þarna og sé að það er kominn tími á heimsókn!!!!!
Held ég verði að ná mér í þessi englabossakertaglös og bambaservíetturnar, sveimérþáallamínadaga!!!!!!!
Nærðu alveg að hemja þig í þessum búðum? Endalaust fallegt til þarna sem þýðir eflaust að ég færi valkvíðafull og tómhent út 😉
ég féll alveg fyrir bambaservíettunum 🙂
Fallegt,fallegt, fallegt,
Kveðja Sigga 🙂
ooh vá hvað manni “vantar” mikið núna 😉 … geggjað flott allt saman 🙂
ÓMÆ ég fór nú bara á hausinn við að skoða þetta!!! Langar í ALLT! æði búð!!
Greinilega komin tími á að skella sér í vettvangsferð á Selfoss 😉
Vá hvað þetta er flott búð,,,,,gæti eytt töluverðum upphæðum þarna inni ;o)
Falleg búð, mig minnir að þessi og/eða allar búðirnar séu til sölu 😉
gott að gamli heimabærinn minn sé loksins að hrissta af sér skímó/hnakka stimpilinn :/