Um mig

Vertu velkomin á Skreytum Hús og gaman að sjá þig hér 🙂

Skreytum Hús er íslenskt heimilisblogg sem að fjallar um skreytingar og breytingar, fegrun heimilis og almennt þá hluti sem að eru að gleðja mig að hverju sinni!

testtest2012-07-24-122055

 Er ekki bara kominn tími á að kynna sig almennilega!

Ég heiti Soffia Dögg Garðarsdóttir, en er oft kölluð Dossa, og ég á afmæli í júlí og er því krabbi.

Fyrir ykkur sem að spáið í stjörnumerkjum, þá held ég að ég sé meira að segja týbískur krabbi:

 Krabbinn er trygglyndur, tilfinninganæmur og viðkvæmur og vill vernda aðra og hlú að þeim. Krabbar eru miklir fjölskyldumenn og líður yfirleitt best heima, innan um ættingja og nána vini. Þeir eru fúsir að hlusta á vandamál annarra, gefa góð ráð og miðla af reynslu sinni, en þeir eru líka auðsærðir og spéhræddir og gleyma aldrei því sem gert er á hluta þeirra. Krabbinn býr yfir miklu innsæi og djúpum tilfinningum en honum hættir til tortryggni og drottnunargirni og öðrum finnst oft að hann sé að kæfa þá með tilfinningum. Viðskipti eiga vel við Krabbann, einkum lítil fyrirtæki og þá gjarnan fjölskyldufyrirtæki.

Ég er ávalt að safna í sarpinn (ef ske kynni að ég þyrfti á því að halda einn góðann veðurdag) og tilfinningatengist nánast öllum hlutum (sem er ókostur stundum).

Ég er fædd 1976, á seinustu öld.  Man eftir sjónvarpslausum fimmtudögum, Dallas og Húsinu á Sléttunni, átti Don Cano-galla, notaði vöflujárn í hárið á vissu tímabili, gekk í sjálflýsandi fötum og með sjálflýsandi “sól”gleraugu og þar fram eftir götum.

Ég er yngst af fjórum systkinum, á tvær eldri systur og einn bróður.  Síðan naut ég þeirrar blessunar að systir mín elsta eignaðist sína dóttur þegar ég var bara 7 ára, þannig að ég á í raun eina litla systur líka – svona næstum á ská.  Við erum því stór og hávær fjölskylda, hvert okkar systkinanna er búið að eignast tvö börn og síðan eru 5 hundar (við eigum 2) og 4 kisar.  Yfir þessu klani tróna svo foreldrar mínir elskulegir 🙂

Ég er útskrifuð úr Ferðamálaskóla Íslands, ferðaráðgjafi, en fann út að ég átti betur heima í skreytivinnu og fór því í Garðyrkjuskóla Ríkisins (eins og hann hét þá) og er útskrifaður Garðyrkjufræðingur af Blómaskreytingabraut.  Hef unnið í blómaverslunum og heildsölum síðan 1999.

 Eftir að ég eignaðist dóttur mína 2006, fór ég að skrifa í tímaritið Fyrstu Skrefin og gerði það á meðan blaðið var og hét.  Sonur minn kom síðan í heiminn 2010 og á meðan ég var í fæðingarorlofi með hann þá fæddist Skreytum Hús í september sama ár. En síðan var þá undir slóðinni www.dossag.blogspot.com 🙂

 Ég hef alltaf “þjáðst” af breyti- og skreytiáráttu, eins og var skoðað hér og hér.  Að upphugsa barnaherbergi og önnur híbýli, og að koma hlutunum haganlega fyrir er mér eins eiginlegt og hugsast getur.

Ef þið viljið ná í mig þá er netfangið mitt: soffiadogg(hja)yahoo.com

27 comments for “Um mig

  1. harpa.olafsd@gmail.com
    27.02.2014 at 13:34

    Sæl, ég heiti Harpa og hef verið að skoða síðuna þína og rak augun í málinguna sem er á eldhúsveggjunum þínum. Ég er að mála allt húsið hjá mér og finnst þessi litur svo flottur myndir þú vilja vera svo væn að segja mér hvað hann heitir? Kveðja Harpa

  2. þórunn Gunnarsdóttir
    29.08.2014 at 09:16

    Sæl, hvernig hef ég samband ef ég vil fá þig til að hjálpa við herbergisbreytingu ?

    Kv þórunn

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2014 at 18:01

      Sæl Þórunn,

      sendu mér póst á soffiadogg@yahoo.com eða bara skilaboð á Facebook 🙂

      kv.Soffia

      • Anonymous
        26.02.2019 at 18:53

        Má ég spyrja hvar þú keyptir gardínurnar ljósu sem sjást í 13 ára afmælinu?

      • Anna
        24.06.2020 at 21:17

        Sæl fylgist alltaf með síðunni þinni .Nú nylega setturðu inn innlit í Byko sá þar bekk sem mig langar að vita meira um fæst ekki í byko fyrir norðan .Í hvað byko varstu að skoða
        Kveðja Anna

        • Soffia - Skreytum Hús...
          26.06.2020 at 00:26

          Sæl Anna, þetta var í Byko Breiddinni, prufðaðu að hringja þangað!

      • Soffia Ingadottir
        13.12.2023 at 11:41

        Ég er mikill aðdáandi þinn,en er að vandræðast með að koma mér fyrir í 35fm.seribuð í Drapuhliðinni,Ef sérð þér fært um að skoða málin á næstu vikum,ekkert stress.þa þætti mér vænt um að símleiðis þar sem síminn minn er ekki alveg í lagi í bíl s er 823-9271 takk

  3. Sigrún Erla Valdimarsdóttir
    29.10.2014 at 23:17

    Sæl Soffia var á Facebook en af persónulegum ástæðum hætti ég að vera þar, en hef svo mikinn àhuga á síðunni þinni og langar að fá að fylgjast með og fá hugmyndir, þú ert svo frábær og fær í því sem þú gerir, hef mikinn áhuga á hönnun og slíku en finnst auðvitað alltaf ljótast hjá mér þegar eg fer að Skoða síðuna þína. Mvkv Sigrún

    • Soffia - Skreytum Hús...
      30.10.2014 at 08:09

      Sæl Sigrún,

      þú ert sko meira en velkomin að fylgjast með hérna inni á http://www.skreytumhus.is – en með einu skilyrði, það er sko alveg bannað að segja að það sé ljótast hjá þér og eitthvað svoleiðis neikvætt. Við viljum bara byggja upp fallegt saman og þú færð þá bara hugmyndir að einhverju fallegu hérna inni sem þú getur notað heima hjá þér.

      Takk fyrir hrósið og fallegu orðin!

      Kær kveðja
      Soffia

  4. Herdís Hrönn
    04.12.2014 at 16:18

    Góðan dag.

    Ég var að panta hjá þér nokkrar vörur og skráði inn allar upplýsingar sem þurfti og fékk sent email en ég veit ekki hvernig ég get borgað fyrir vörurnar.

    Kveðja Herdís.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.12.2014 at 16:46

      Sæl Herdís 🙂

      Þú átt tölvupóst!

      Kær kveðja
      Soffia

  5. Sólveig
    26.09.2015 at 12:20

    Góðan dag. Er mikil breytinga og nýjungagjörn manneskja. Er einhver sem veit hvar ég fæ grind fyrir gamlan arin. Er búin að leita á vefnum að svona smíðajárns, en sé einhver sérsmíðuð gler sem ég þori ekki einu sinni að spyrja verð a. Er kanski að setja þessa fyrirspurn á kol vitlausan stað, en ég verð þá bara skömmuð.kveðja

  6. Hjörleifur Hjörtþórsson
    07.09.2016 at 14:31

    Er litaglaður og vil hafa fallega liti í kringum mig.

  7. María Jonný
    06.10.2016 at 22:47

    Sæl/l mér langar að breyta aðeins til, eru þið mögulega með hugmyndir fyrir mig fyrir vinnuherbergi, bað og borðstofu

  8. Fjóla M
    19.11.2017 at 20:16

    Sæl
    Sá fyrir svolitlu hillur sem þú keyptir í IKEA en lést smíða fyrir þig hillurnar í þær. Mig langar að gera nákvæmlega eins. Get ég fengið smá aðstoð frá þér?

  9. Þorgerður Br. Jónsdóttir
    26.03.2020 at 15:37

    Sæl og takk fyrir frábær ráð og jákvæða lífsýn sem er sannarlega smitandi! Ég hef eina spurningu en getur þú upplýst mig um hvar þú fékkst grindina á þvottahúsdyrnar?

    Bestu kveðjur
    Gerða

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.03.2020 at 19:45

      Sæl Gerða og takk fyrir fallegt hrós <3

      Grindin fékkst í Rúmfó fyrir nokkrum árum!

      kv.Soffia

  10. Ívar Trausti Jósafatsson
    22.11.2020 at 17:04

    Sæl, Ívar heiti ég og er ásamt öðrum að breyta Kolaportinu úr flóamarkaði í flott nútímavætt markaðstorg með matar- og sælkeramarkaði, mathöll og allskonar. Vinsamlega hafðu samband ef hefur áhuga á að skoða dæmið með einhvers konar samstarf í huga. Ef áhugi þá mun senda þér allskonar, myndir og design. Bestu kveðjur. Ívar, 8242266

  11. Anna Skúlad
    15.01.2021 at 13:27

    Sæl ég heiti Anna. Ég rakst á frábæra lausn á síðunni þinni um límmiða með frönskum rennilás til að líma upp myndir ofl. á veggi. Þú segist hafa fengið þá í Costco en veistu hvort þeir fáist á fleiri stöðum? Er úti á landi. Kveðja Anna

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.01.2021 at 01:02

      Sæl Anna, þeir hafa fengist af og til í Costco og svo líka í A4.

      kær kveðja
      Soffia

  12. Salóme Guðmundsdóttir
    09.02.2021 at 16:57

    Sæl,
    Við hjónin höfum verið að laga húsið okkar, skipta um glugga og fl. og ætlum að mála húsið þegar fer að vora en vantar aðstoð við litaval.
    Er mögulegt að fá aðstoð frá þér?
    Get sent þér mynd.

  13. Kristbjörg Ólafsdóttir
    13.04.2021 at 13:09

    Sæl! Ég elska að föndra og ég ELSKA ennþá meira að blogga um föndrið mitt. Ég er mikið í að endurnýta hlutina, gefa þeim nýtt líf (lesist: ég er tengdadóttirinn sem rænir endurvinnslutunnurnar þegar ég kíki í heimsókn). Gætuð þið notað penna eins og mig? Ég gæti sent þér nokkrar greinar til prufu ef þú vilt???
    Kveðja
    Kristbjörg

  14. Margrét
    11.05.2021 at 16:10

    Sæl.
    við erum nýbúin að byggja lítið hús.
    við máluðum alt hvítt en nú langar mig að breyta.
    Langar að fá smá aðstoð við uppröðun og málingu.
    Ég bý í 120 km fjarlægð frá RVK

  15. Maria B.Peksani
    22.08.2021 at 02:19

    Sæl mín kæra .. er með lítið herbergi sem dóttir mín var í langar að breyta því í kóðkósí herbergi með litlu sjónvarpi og skápum fyrir ir framtíðina með dót ef ég eignast barrabarn. Ef þúhefur tíma endilega láttu mig vita. Annað gera ėg þetta sjálf . Kær kv MARÍA.❤️❤️❤️❤️

  16. Ásthildur Gyða Kristjánsdóttir
    23.10.2021 at 09:52

    Sæl, ég er með strákaherbergi fyrir einn 7.ára
    Er hægt að “panta þig” til að koma og hjálpa mér með hugmyndir og framkvæma?

  17. Berglind Hilmarsdottir
    04.11.2021 at 11:23

    Sæl Soffía,
    Ég er forfallinn einlægur aðdáandi þáttanna þinna, það er svo gaman að sjá hvernig þú nýtir rýmin og dregur fram sérhannað andrúmsloft sem hentar hverju tilviki. Mér datt í hug þegar ég var að skoða “moodboard” myndirnar að eina sem vantaði væri íslenskt orð yfir þessa skemmtilegu aðferð. Hvernig væri að nota t.d. “stillimynd” Það er til í íslensku, bæði yfir málverk og stillimynd í sjónvarpi og er ágætlega lýsandi fyrir mynd þar sem hlutum er stillt upp.
    Kær kveðja – Berglind aðdáandi 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *